Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 93
Goðasteinn 1995
áheyrendum muni þykja fróðleg slík
söguleg hraðferð, þar sem leiftur úr
reynslu forfeðra okkar minnir okkur á
að þeir áttu ekki alltaf sjö dagana sæla.
Þorvaldur Thoroddsen skrifar að fátt
nákvæmt sé vitað um hafís fyrstu aldir
íslandsbyggðar. Alkunnug er sagan um
Hrafna-Flóka. Hann hafði vetrarsetu í
Vatnsfirði við Barðaströnd um 865 og
missti kvikfé sitt, af því hann hafði
ekki „gáð að fá heyanna“. „Vor var
kalt, þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt
og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af
hafísum; því kölluðu þeir landið ísland,
sem það hefir síðan heitið“. „Flóki
hefir líklega gengið upp á Hornatær“,
segir Þorvaldur Thoroddsen, „það eru
hæstu fjöll þar í nánd“ og bætir við:
„Þaðan hefur hann sjeð yfir Amarfjörð
og hefir líka sjeð fleiri Vestfirði og ef
til vill Strandir og Húnaflóa. Hafi
Arnarfjörður verið fullur af hafís, þá
hefir verið mikið ísár.“
Þorvaldur heldur áfram: Um harð-
indi er oft getið á 10. og 11. öld. í Eyr-
byggju er getið um harðan vetur, lík-
lega á árunum 1010 - 1012. Þá kom
norðanhríð mikil á góu, er stóð í viku,
og segir síðan í Eyrbyggju: „en er af
ljetti hríðinni, sá menn, að hafís var
kominn allt hið ytra, en þá var ísinn
eigi kominn inn í Bitruna; fóru menn
þá að kanna fjörur sínar“. Hafís hefir
þá rekið inn á Húnaflóa og menn hafa
þá sem síðar vonað að honum fylgdi
hvalir og trjárekar.
Á 12. öld vantar líka beinar frásagn-
ir um hafísa, en þá vom líka oft harð-
indi, t.d. 1106: „Þá gnúði á hallæri
mikið og veðrátta köld“, en Jón Ög-
mundsson helgi bætti árferði með
áheitum sínum og í sömu viku voru í
brottu ísar þeir allir, er þetta hallæri
hafði af staðið“. Hér er eflaust átt við
hafís, segir Þorvaldur.
Á 13. öld fara annálar fyrst að nefna
hafísa við og við og næstu aldir er
þeirra getið, en alltaf sjaldnar en 10
sinnum á öld. Frá og með 17. öld fer
ísfregnum að fjölga, en fullvissa um öll
ísár fæst ekki fyrr en á 19. öld.
I fyrmefndum kafla Þorvalds Thor-
oddsen um hafís við strendur íslands
greinir hann frá annálum, dagbókum
og öðrum upplýsingum sem hann
studdist við og verður það ekki endur-
tekið hér. Þorvaldur hefur frásagnir um
ísrekið með 13. öld. Þá er fyrst nokkuð
samanhengi í þeim, segir hann, og
minnir á framansagt:
„Á 4 fyrstu öldunum var ísára sjald-
an getið og þó með óvissu, vjer höfum
getið um ís á ámnum 865, 1010-1012,
1015?, 1106, 1118?, 1145, en vafalaust
hefir hafís komið miklu oftar á þessum
öldum og mikil lrkindi til, að hann hafi
oftast komið þegar mikil harðindi
vom.“
Hér fer á eftir útdráttur þeirra hafís-
ára í frásögnum Þorvalds jarðfræðings
þar sem getið er um hafís við Suður-
land. Á tímabilinu frá 13. til 16. aldar
er um að ræða um það bil 10 ár, á 17.
öld um 9 ár, á 18. öld 6 ár og á 19. öld
um 12 sinn.
1258. Veðrátta svo ill um vorið, að
menn vissu eigi dæmi til, hafís var þá
kringum landið og hver fjörður fullur.
-91-