Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 96
Goðasteinn 1995
arleysinu, því flest vantaði, er á þurfti
að halda, kornvöru, járn, timbur og
veiðarfæri.
1745. Hafís var þá fyrir öllu Norð-
urlandi og rak inn á hvern fjörð og
nálega komu ísar kringum alt land;
hafís rak þá einnig fyrir Suðurland.
Undir jólin lagði lagnaðarís fram að
hafísnum og fraus saman við hann. Þá
komu 4 eða 5 bjarndýr á ísnum nyrðra
og voru 2 eða 3 unnin, einnig voru 5
bjamdýr drepin um vorið í Skaftafells-
sýslu. Allur Eyjafjörður var farinn
með klyfjaða hesta alt að Látrum og út
í Ólafsfjörð. Fyrir Hjallasandi lagði ís á
þorra, svo ei varð róið nokkra daga, og
svo aftur í fyrstu viku góu.
1756. Þá rak inn hafísa á einmánuði
fyrir öllu Norðurlandi, inn á hvern
fjörð og fyrir alt Austurland og suður
til Vestmannaeyja, hann hindraði allar
skipagöngur og fór eigi frá landi fyrr
en 25. ágúst. Voru þá oft á Norðurlandi
hörkufrost og snjóar í júlí og ágúst
mánuðum.
(1758. Þá sást alls enginn hafís við
Island og hafði það varla komið fyrir í
manna minnum, að því er Jón Mar-
teinsson segir.)
1759. Mikill ís við Norðurland og
hafís rak niður með Suðurlandi undir
Vestmannaeyjar.
1766. Vor og fyrri partur sumars var
þá sárkalt með frostum og stórhretum,
því hafísar miklir komu þá að Norður-
landi og rak þá kringum land alt frá
Látrabjargi norður og austur fyrir land,
og svo suður að Reykjanesi. Hafísinn
rak inn nyrðra hinn 19. apríl og fyllti
alla firði, lá hann fram á sumar og voru
enn á Jónsmessu hafþök fyrir öllu
Norðurlandi.
1791. Mjög harður vetur. I febrúar
komu hafþök af ísi nyrðra og lagðist
ísinn kringum allt land frá Látrabjargi
að Reykjanesi á Suðurlandi og jakar
hröktust jafnvel inn að Hjörsey á Mýr-
um.
(1792. Kom hafís í janúar að
Norðurlandi og lá til miðsumars, en
firði alla lagði af frostum, svo þá mátti
ganga og ríða fram á vor; lágu hafísar
þá austur fyrir land, allt suður að
Horni. Hvítabirnir komu þá á land og
var einn skotinn á Látraströnd og annar
í Fljótum. Þá var gengið milli eyja hjá
Seltjarnarnesi og frá Viðey að Hofi á
Kjalarnesi og svo yfir Hvalfjörð frá
Klafastaðagrund yfir á Kjalarnes, en
frostbrestir urðu svo hvellir, sem úr
fallbyssum væri skotið. Var í fardögum
riðið fyrir framan Bitru, frá Skriðnes-
enni í Skálholtsvík og vertíðarloka -
hestar voru reknir á ísi yfir Hvítá í Ar-
nesþingi.)
1815. Þá kom íshroði í miðjum
marzmánuði nyrðra og fór eftir mánuð.
11. marz kom hafísinn að Ólafsfirði,
17. s. m. sást í auðan sjó úti fyrir, en
ísmul og brimsvolgur við landið; 15.
apríl komu menn úr legu, en gátu ekki
komist á Siglunes vegna íshroða og
brims. 14. des. s. á. þóttu allar líkur til
að ís væri í nánd eftir tíðarfari (Síra
Ólafur Þorleifsson). Töluverður ís hefir
þá líklega verið á reki fyrir Austur-
landi, því sagt er að ísbirnir hafi gengið
þar á land, og jafnvel á Suðurlandi.
-94-