Goðasteinn - 01.09.1995, Page 98
Goðasteinn 1995
eyja, svo þar sá hvergi í auðan sjó.
Vorið var á Suðurlandi mjög kalt og
gróðurlaust fram undir messur; fyrri
hluta júnímánaðar varð að gefa hestum
ferðamanna undir Eyjafjöllum; syðra
snjóaði í fjöll á Jónsmessu og frost
voru svo mikil, að fatnaður ferðamanna
stokkgaddaði á Hellisheiði 17. - 18.
júnímánaðar. Hinn 6. maí lá ís á ísa-
fjarðardjúpi; hvalir nokkrir fundust í ís
og bjarndýr gengu á land hjer og hvar
nyrðra.
1837. Þá kom ís með meira móti.
{Lýsingu sleppt á hafís við Norður-
land. Síðar segir:} Seint í maímánuði
var ísinn kominn suður að Skaftárósi,
en rak fljótt burt aftur.
1840. Seint í janúar var allt orðið
fullt af ísi í Ólafsfirði, en svo losnaði
hann aftur frá og var íslaust til 26.
mars, þá kom ísinn aftur (Ó. Þ.) og rak
þá líka inn á Eyjafjörð í marsmánuði.
E. Möller segir, að stöðugir vestanvin-
dar hafi verið allan marsmánuð, en þó
aldrei nema hægir, „og rak þá ísinn
stöðugt austur með og hafði viðlíka
ferð einsog siglandi bátur í hægum
byr“. Snemma í maí var orðið íslaust
alt frá Hornströndum til Grímseyjar og
Rauðanúps og hélst það sumarið út, að
íslaust var fyrir öllu Norðurlandi; en
allt frá Langanesi, fyrir öllu Austur-
landi, alt suður á Ingólfshöfða, lágu
hafþök alt sumarið, þar til seint í ágúst-
mánuði. Um vorið kom ísinn upp að
Suðurlandsundirlendi, allt suður að
Reykjanesi, og lá þar rúman hálfan
mánuð, en rak svo suðaustur í haf.
Fyrsta skip, sem átti að fara til
Húsavíkur, Akureyrar og Hofsóss,
komst eftir mikla baráttu inn á Eski-
fjörð 4. júlí, en komst ekki þaðan fyrr
en 28. s. m. og náði þó ekki höfnum
sínum fyrr en í miðjum ágústmánuði.
Skipstjóri Lorentzen, sem var á Eski-
fjarðarskipi það ár, kvaðst hafa sjeð
fyrstu ísjakana miðja vegu milli Fær-
eyja og íslands. Einstakir jakar sáust
líka við Suðurland, allt til Vestmanna-
eyja. Hinn 19. júlí segir J. C. Schythe,
að Berufjörður hafi verið fullur af ís og
í honum aðeins fáar vakir, en 11. ágúst
var ísinn tvær mílur undan landi á
Vopnafirði og var þá að hverfa frá
landinu. Þá var björn unninn á Beru-
firði og annar á Vopnafirði. Isinn
virðist þetta ár snemma hafa rekið aust-
ur fyrir og nokkuð af ísnum við
Austfirði getur hafa komið beint úr
austri, úr eystri pólstraumskvíslinni. C.
Irminger admírall getur þess, að það ár
hafi mjög mikill ís verið við Austfirði.
{Lýsing lengri. Afgangi sleppt hér.}
1859. Eftir nýár rak hafís að Vest-
fjörðum og Norðurlandi, hann fór brátt
aftur, en rak svo aftur að í febrúar og
marz. Hinn 31. janúar fréttist til íss frá
Eyjafirði og jakar komu inn á fjörðinn;
21. mars var fjörðurinn þakinn af hafís,
sem var á reki á firðinum fram eftir
vori og 13. júní var enn nógur hafís úti
á firði og fyrir utan land. Ar þetta kom
yfirleitt mikill ís til íslands og í apríl-
mánuði var ís fyrir öllum Vestfjörðum
suður undir Breiðafjörð og fyrir öllu
Norður- og Austurlandi suður fyrir
Papós; í ísnum urðu hvalir víða fastir,
en fáir urðu að notum. Skip, sem fór til
-96-