Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 99
Goðasteinn 1995
Austurlands um vorið, mætti hafís
miðleiðis milli Færeyja og Islands og
íshroða rak fram hjá Dyrhólaey og
suður með Reykjanesi; 17 mílur lá
ísinn sem samfrosin hella, vakalaus á
haf út í austur af Langanesi, en skör
þessi mjókkaði eftir því sem suður eftir
dró. Það var haldið, að frá Norðurlandi
hefði í apríl verið gengt til Græn-
lands(!){upphrópun í ritgerð Þorvalds}.
Hákarlaskip frá Eyjafirði 2 eða 3 fórust
þá í ísum og kaupskip komust eigi til
Eyjafjarðar fyrr en 6. júní. Hafíshroði
var að flækjast fyrir utan Norðurland
og Vestfirði fram í septembermánuð.
(1866. Mikið ísaár, hafþök fyrir
Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum. {Langri lýsingu sleppt. Hér
einungis endurtekið til fróðleiks eftir-
farandi:}....... Þá var gengið úr
Reykjavík bæði til Engeyjar og
Viðeyjar, enda lá ísinn langt fyrir utan
allar eyjar og sker og allar götur upp
undir Kjalarnes; Skerjafjörður og
Hafnarfjörður voru lagðir og sjórinn
suður og vestur fyrir Keilisnes var
ísum þakinn, en stór ísspöng með allri
hafsbrún, var sá ís að lrkindum rekinn
út frá Borgarfirði.
1881: Mikill ísavetur og hinn mesti
frostavetur. Þá lagði ísa norðan að öllu
landinu á svæðinu frá Látrabjargi,
norður, austur og suður að Eyrarbakka.
Hafísinn hafði komið upp undir Norð-
urland í lok nóvembermánaðar árinu
áður, og varð um jólin landfastur við
Vestfirði norðan til og við Strandir, rak
þar inn á hvern fjörð og voru hafþök
fyrir utan. í fyrstu viku í janúarmánuði
lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak
út hroðann af Eyjafirði og öðrum
fjörðum. Að kvöldi hins 9. janúar sneri
við blaðinu og gerði ofsalega norðan-
hríð um allt Norðurland og Vestfjörðu,
en minna varð af því syðra og eystra;
illviðri með hörkufrostum héldust fram
í miðjan febrúar. Með hríðum þessum
rak hafísinn að landi og fyllti firði og
víkur og fraus víða saman við lagnað-
arísa í eina hellu, því þá voru hin
grimmustu frost. í lok janúarmánaðar
var Eyjafjörður allur lagður út undir
Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum
endilöngum; ísinn var síðar mældur á
Akureyrarhöfn og var nærri þriggja
álna þykkur.
Þegar í miðjum janúar var ísinn
kominn fyrir Múlasýslur, 17. janúar á
Berufjörð; rak ísinn inn á alla firði
eystra og fraus saman við lagnaðar-
ísinn. Hafísinn rak líka fyrir Skafta-
fellssýslur og var kominn fyrir Horna-
fjörð 19. janúar. Fyrir Meðalland rak
fyrst íshrafl um janúarlok, en síðan
kom hella mikil, sem ekki sást út fyrir,
náði ísbreiða þessi út á 30 - 40 faðma
dýpi fyrir Meðallandi og stóð þar við í
viku, fór burt 14. febrúar; af ís þessum
gengu 3 bjarndýr á land í V-Skafta-
fellssýslu, eitt í Núpsstaðaskóg, annað
á Brunalandi og hið þriðja í Landbrot. I
góubyrjun var ísinn farinn frá
Skaftafellssýslum, rekinn vestur með,
fyllti um tíma flóann fyrir Eyrarbakka
og rak í mars vestur með Reykjanesi.
Lagnaðarísar miklir voru kringum land
allt.....{Lýsing lengri. Sleppt hér}.
-97-