Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 100
Goðasteinn 1995
1882. {Hafísár. Mikill hafís fyrir
norðan og austan land. Hér einungis
birt brot úr langri lýsingu}: . Þrjú
bjarndýr voru skotin inni í botni á
Berufirði, en annars urðu menn óvíða
varir við bjamdýr þetta ár. í maímánuði
náði ísinn suður að Ingólfshöfða, en
losnaði frá Austur-Skaftafellssýslu
seint í júnímánuði og rak svo smátt og
smátt vestur og suður.
(1884. Þetta ár kom enginn hafís að
Islandi, nema fáeinir lausajakar flækt-
ust um vorið upp undir Hornbjarg.
Isbrúnin lá í maí og júní miðja vegu í
Grænlandshafi. (C. Ryder: Isfor-
holdene i Nordhavet, bls. 13. Frjettir
frá íslandi 1884, bls. 15.))
1887. Þá rak allmikinn hafís að
norðausturströndum landsins um
sumarmál og hélst hann á reki kringum
landið fram yfir höfuðdag, varð ísinn
sumstaðar landfastur við og við, en var
oftast laus og á flækingi..........
Seint í júlí var ísinn kominn fyrir
Berufjörð og lá þar til ágústloka, en
seinast í þeim mánuði var hann kominn
vestur á móts við Kúðafljótsós. Úti
fyrir Austfjörðum lá ísinn enn lengur
og á fjörðunum fyrir norðan Héraðsflóa
lá hann langt fram í september.
1888. (Úr alllangri lýsingu:} . í
júníbyrjun sást ísinn frá Loftsstöðum í
Árnessýslu og fyllti hann höfnina í
Vestmannaeyjum, svo menn komust
ekki til skipa nema yfir ís; lá þá
hrannaís austur með söndum og íshella
við Dyrhólaey......
(1897. Þá var nærri íslaust...)
1898. {Úr lýsingu:} ...... Hvala-
bátur, sem kom til Þorlákshafnar 5.
ágúst, hitti töluverðan hafís 20 mílur
útsuður af Reykjanesi, og veiddi þar
um slóðir 9 hvali.
1902. {Úr lýsingu:} ........ Við
Austfirði var mikill ís; hann tók að reka
þangað seint í janúar og urðu hafþök af
honum í næsta mánuði, svo skip gátu
þar hvergi komist inn á firði; við mynni
Reyðarfjarðar var ísbeltið 4 mílur á
breidd og við Hornafjörð 2 - 3 mílur.
.... í marsmánuði máttu heita hafþök
fyrir norðausturströndum og Austfjörð-
um, allt suður að Seyðisfirði; en þar
fyrir sunnan var ísinn gisnari, svo
gufuskip gátu stundum um miðjan
mánuðinn komist inn í firði, en seinast
í mars rak ísinn aftur saman og hindr-
aði samgöngur. Ishroði var þá með
Suðurlandi vestur að Ingólfshöfða.
..........Við Strandir, á Húnaflóa og
Skagafirði var allt fullt af ís; fram með
öllu Austurlandi lá ísinn frá Langanesi
suður á Papós, svo hvergi var hægt að
komast inn á firði, og íshroði nokkur
var þá á reki suður og vestur með landi,
allt til Vestmannaeyja...
í lýsingu á tímabilinu 1903 - 1915
getur Þorvaldur Thoroddsen ekki um
hafís við Suðurland, en 1915 er síðasta
árið í ritgerð hans um hafís við strendur
Islands.
Frostaveturinn 1918 var allmikill
lagnaðarís við landið, en annars var
íslítið á árunum 1916 - 1920. Árið
1920 hefst langt, samfellt skeið með
-98-