Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 101
Goðasteinn 1995
litlum hafís við ísland, sem stendur
fram að svonefndum hafísárum á síðari
hluta sjöunda áratugsins, 1965 - 1970.
Næst Suðurlandi rekur ísinn sem hér
segir: Árið 1968 sást frá Fagurhóls-
mýri ís fyrst þann 15. maí, og þann 19.
maí við Svínafellsós. Is sást frá Kví-
skerjum og Vagnsstöðum flesta daga til
8. júní, en þá hvarf hann. (Páll Berg-
þórsson: Hafís við Austfirði 1846 -
1987, Sjómannadagsblað Neskaup-
staðar 1988).
Segir síðan ekki af hafís við Suður-
land, allt til þessa dags, þ.e.a.s. síðustu
27 árin. Er því einungis um 2 slík ár að
ræða á þessari öld, 1902 og 1968, en
samkvæmt framansögðu átti hafís leið
hjá hér úti fyrir Suðurlandi mun oftar
aldirnar þar á undan.
Eg lýk nú lestri upp úr bók hins
mikla eljumanns og brautryðjanda
Þorvalds Thoroddsen jarðfræðings,
„Árferði á íslandi í þúsund ár“. Fáeinir
aðrir fræðimenn hafa síðan bætt við
sögu hafíss við Island með því að rýna
í annála, skýrslur og skjöl fyrri tíða.
Má þar nefna prófessorana Magnús Má
Lárusson og Þórhall Vilmundarson, en
helsti sérfræðingur um sögu hafíss við
ísland er þó enskur sagnfræðingur, dr.
Astrid Ogilvie. Allmargir íslenskir
veðurfræðingar hafa fjallað um sögu
hafíss og veðurfarssveiflur á Islandi,
svo sem Jón Eyþórsson, Hlynur Sig-
tryggson, Páll Bergþórsson, Adda Bára
Sigfúsdóttir, Markús Á. Einarsson og
Trausti Jónsson.
Þá skal þess getið að ungur land-
fræðingur, Ingibjörg Jónsdóttir, vinnur
að því að afla upplýsinga um hafís við
ísland fyrsta fjórðung 20. aldar og
semja háskólaritgerð um niðurstöður
sínar.
Tími minn er á þrotum. Hvorki gefst
tóm til að fjalla hér um hafísrannsóknir
og þekkingu nútímavísinda á myndun,
reki og eyðingu hafíss né gagnkvæm
áhrif úthafa og andrúmslofts. Mark-
mið mitt var einungis að rifja upp
nokkrar frásagnir af komu hafíss til
landsins. Og ég valdi ótrúlegar frásag-
nir um hafís - hér úti fyrir suðurströn-
dinni - kominn langa leið úr ísköldum
pólstraumi suður með Grænlandi.
Kannski verður löng bið á því að hann
birtist aftur á þessum slóðum, ekki síst
ef spár rætast um hlýnandi veðurfar.
En lærdómsríkt er og hollt að setja sig í
fótspor forfeðra sinna og formæðra á
Suðurlandi og reyna að ímynda sér,
hvernig þeim hefur orðið við að líta til
hafs og sjá glampa þar á hvítan og
kuldalegan hafísinn, „landsins forna
fjanda“, á siglingu framhjá eða fylla út
í sjónhringinn og fara sér að engu óðs-
lega.
-99-