Goðasteinn - 01.09.1995, Page 103
Goðasteinn 1995
skeifnajárn, þakpappa, nagla og hrífu-
hausa. En frá Englandi komu ljábrýni,
ullarballar, smjör, salt og sóti. Kaupfé-
lag hafði þá starfað í Hallgeirsey frá
árinu 1920. Frammi í sandi voru af-
greiddar vörur, sem pantaðar höfðu
verið að vetrinum. Hallgeirsey í
Austur-Landeyjahreppi varð löggiltur
verslunarstaður árið 1897, og austur
við Holtsós í Vestur-Eyjafjallahreppi
var löggiltur verslunarstaður frá 1903.
Þar var útibú frá Kaupfélaginu í
Hallgeirsey og þar hafði Auðunn kaup-
maður Ingvarsson í Dalseli útibú frá
sinni verslun.
Páll Briem, amtmaður, sem varð
sýslumaður Rangárvallasýslu árið 1890
og var sýslumaður hér um tjögurra ára
skeið, fékk skip beint frá útlöndum að
Þykkvabæjarsandi með viði í sýslu-
mannsbústað, sem hann reisti að Árbæ
í Holtahreppi. Svo rífleg voru kaupin á
húsviðnum að í Þykkvabænum var
smíðuð skólastofa úr afganginum af
timbrinu, svo að barnakennsla var
hafin þar árið 1892. Þessu framtaki
sýslumanns hefur lítið verið á lofti
haldið. Svo er og um mörg menningar-
og framfaramál, sem sýslumennirnir í
Rangárvallasýslu hafa gerst forgöngu-
menn um í áranna rás. Björgvin Vig-
fússon, sýslumaður fékk tilsniðið
sænskt, stórt timburhús með skipi upp
að Hallgeirseyjarsandi árið 1909. Það
stílhreina og virðulega hús stendur enn
í dag og sómir sér vel.
Danskur fiskibátur, strandaður á
Landeyjasandi
Verslun að Bakkahjáleigu í Austur-
Landeyjahreppi
Svo ótrúlegt sem okkur finnst það í
dag, var það ákveðið árið 1783 að 5
austustu hreppar í Rangárvallasýslu og
öll Vestur-Skaftafellssýsla skyldu
sækja verslun að Bakkahjáleigu í Aust-
ur-Landeyjahreppi. Þannig voru þessar
sveitir teknar undan Eyrarbakkaverslun
og lagðar til Vestmannaeyja. Niðri við
brimströndina var reist verslunarhús ár-
ið 1781 og þar tekið sláturfé. Oft var á
árum áður beðið vikum saman eftir að
hægt væri að ýta bátum á flot í „dauð-
um sjó,“ en til þess þurfti að ríkja norð-
anátt. Austurhluti Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftfellingar versluðu löngum
töluvert mikið í Vestmannaeyjum, þrátt
fyrir torsótta leið. í dag er flogið á
fimm til tíu mínútum til Vestmannaeyja
frá flugvellinum framan við Bakka, þar
sem eitt sinn var höndlað.
-101-