Goðasteinn - 01.09.1995, Page 105
Goðasteinn 1995
byrjun desember árið 1920, sem hrepp-
stjórinn í Hólmum í Austur-Land-
eyjum, sem hét Gunnar Andrésson,
reið hart frá bænum sínum og tók
stefnuna yfir blautar mýrar upp að
Miðey, sem þá var landsímastöð.
Hreppstjórinn tilkynnti sýslumanni,
Björgvini Vigfússyni á Efra-Hvoli, að
seglskip fjórmastrað hefði strandað á
Bakkafjöru, kvöldið fyrir. Bað lög-
reglustjórinn hreppstjórann að veita
alla nauðsynlega hjálp og aðstoð.
Skömmu síðar hringdi annar stýrimað-
ur af hinu strandaða skipi til sýslu-
manns og skýrði í fáum orðum frá
strandinu. Skipið hét Dragör og skip-
stjórinn Peter Petersen. Skipshöfnin
væri enn um borð og skipverjar væru
ellefu talsins. Daginn eftir, þegar sýslu-
maður er kominn á strandstað eftir sex
klukkustunda reið frá Efra-Hvoli, voru
skipverjar komnir á næsta bæ við
Hólma, Hólmahjáleigu. Þar voru ábú-
endur Jónas Jónasson og Ragnheiður
Halldórsdóttir, virt heiðurshjón; Jónas
var einn af hinum glöggu og farsælu
brimstrandarformönnum. Hjónin í
Hólmahjáleigu létu sig ekki muna um
að bæta ellefu strandmönnum við á sitt
mannmarga heimili.
Skipamiðlari í Reykjavík; fékk um-
boð til að gæta hagsmuna í sambandi
við strandið og björgun og sölu á skipi
og góssi. Skipið stóð hér um bil á rétt-
um kili með litlum halla til sjávar og
snéri framstefni til vesturs, en brimsjór
gekk yfir það á flóðtíma. Nóttina eftir
að skipverjar komu að Hólmahjáleigu
hafði verið ofsaveður af landsuðri, og
barst þá skipið 300 metra til vesturs.
Var það nú álit skipstjóra og annarra,
sem voru viðstaddir, að skipið þyldi
ekki fleiri þvílík átök. En daginn eftir
voru menn aftur orðnir bjartsýnir og
töldu ekki vonlaust að draga mætti
seglskipið á flot. Veðrið nú farið að
lægja og nýtt tungl fer í hönd, lætur
sýslumaður bóka. En Dragör dýfði ekki
kili sínum framar í Atlantshafsöldurnar.
í sjötíu ár sandblés hann á Bakkafjöru,
barinn af brimöldunum, en níu náttum
fyrir sumar kom krummi gamli og
útbjó sinn laup í mastrinu og gerðist
úfinn við aðkomumenn.
Sæmundi Ólafssyni oddvita á Lága-
felli var falið að útvega 25 hesta til að
flytja strandmenn til Reykjavíkur.
Kaup fylgdarmanna var umsamið 20 kr
og átti fyrirliðinn fimm krónur að auki
á dag, án alls aukakostnaðar.
Sex árum áður, eða í október árið
1914, strandaði norskt gufuskip við
Markarfljótsútfall að austanverðu. Það
hét Viking frá Haugasundi. Það var
hlaðið timbri og sementi, sem átti að
fara til „Kveldúlfs“, sem þá var eitt
stærsta og öflugasta útgerðarfélag á
íslandi. Á skipinu voru tólf menn og
björguðust allir. Eftir skýrslu hrepp-
stjórans í Vestur-Eyjafjallahreppi
Magnúsar Sigurðssonar í Hvammi
höfðu heyrst látlaus eimpípuhljóð frá
skipinu nóttina áður, sem menn skildu
sem neyðaróp. Fóru vaskir menn af
næstu bæjum til hjálpar skipsmönnum
og stóð björgunin í sjö til átta klukku-
stundir.
-103-