Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 106
Goðasteinn 1995
Daginn eftir mátti ganga þurrum
fótum að skipinu landmegin, en eftir
staðháttum mátti litlu muna að útfall
Markarfljóts græfi undan skipinu og
gerði það björgun á góssinu, eins og
skipsfarmarnir voru ætíð nefndir,
erfiða. í skipsgóssinu var áfengi í fjór-
um kössum, 12 flöskur af viskíi í hverj-
um, og var hreppstjóra falið að annast
gæslu vínsins. Ur skipinu bjargaðist
mikið af timbri, sem sjálfsagt hefur
bætt húsakost Vestur-Eyfellinga fyrir
meira en 80 árum, en fiskhúsin hans
Thors Jensens, eins mesta athafna-
manns landsins, héldu áfram að
stækka, þótt eitt timburskip næði ekki
áfangastað. Framkvæmdamanninum
mikla féllust ekki hendur við ekki
meira óhappatilvik.
Að segja frá stranduppboðum á
árum áður, er kapítuli útaf fyrir sig.
Ýmsir framandi hlutir úr hafskipum
voru allt í einu komnir inn í burstabæ-
ina eða út í skemmur, einhvers konar
aðskotahlutir, sem stungu í stúf við
fábrotna og fátæklega, heimagerða
hluti. Hinn 26. október árið 1914 rituðu
tveir merkir bændur í Vestur-Eyja-
fjallahreppi undir svohljóðandi dreng-
skaparvottorð: „Afturhluti Vikings fyrir
aftan vélarrúm er úr skipinu niður að
kili. Við álítum því, með öllu ómögu-
legt að gera það sjófært, eða draga það
af grunni. Dæmum því skipið algjört
strand. Svona „dánarvottorð“ fengu
mörg skip við sandana.
Stóru og miklu mannskaðarnir og
stóru sorgimar vom þegar fiskibátarnir
voru að farast og menn frá mörgum
heimilum týndu lífi. 16. maí árið 1901
drukknuðu 27 Eyfellingar, þegar skip
sem var á leið frá sandinum undir
Austur-Eyjafjöllum sökk skammt aust-
an við Heimaey. Margir vélbátar hafa
strandað hér við sandana og nokkrir
togarar, en flestum þeirra hefur verið
komið aftur á flot. Síðasta strandið,
sem ég minnist var í Þykkvabænum,
þegar 500 tonna fiskibátur frá Vest-
mannaeyjum strandaði í ofviðri einu
því mesta sem yfir ísland hefur gengið
þann 16. febrúar 1981. Skipið heitir
Heimaey og náðist á flot.
Skipsstrand við Holtsós
Um fimmleytið að morgni 13. febr-
úar árið 1946 barst Loftskeytastöðinni í
Reykjavík frétt um að breskt flutninga-
skip, Carlis H. Salter, hefði strandað
við suðurströndina. Skipið, sem var
alveg nýtt, var að koma með kolafarm,
sem átti að fara til ísafjarðar. Skipið
hafði lent í slæmu veðri og dimmri
þoku, þegar það nálgaðist landið. Skip-
stjórinn á hinu enska skipi lét stöðugt
senda út neyðarköll og bað jafnframt
um að skipið yrði miðað út. Hvorki
Reykjavíkur - né Vestmannaeyjaradíó
voru þá búin miðunartækjum. Vélbátur
úr Vestmannaeyjum náði radíómiðun af
hinu strandaða skipi, sem reyndist hafa
strandað vestan Holtsóss, en skipstjóri
taldi sig vera nálægt Dyrhólaey. Skipið
hafði borið illa upp og lá þvert á brim-
garðinn, og braut brimið á því án afláts.
Skipverjar höfðu hópast saman á há-
þilju, klæddir björgunarvestum. Línu
-104-