Goðasteinn - 01.09.1995, Page 107
Goðasteinn 1995
í björgunarstólum hefur mörgum mannslífum verið bjargað.
hafði verið skotið á land, og annar
björgunarbátur skipsins var kominn á
flot og margir menn komnir um borð,
þegar björgunarsveitirnar komu á vett-
vang.
Ottuðust björgunarmennirnir, sem
voru frá Vík í Mýrdal og undan Eyja-
fjöllum, að skipverjar freistuðust til
þess að komast í land á skipsbátnum,
sem var mikið hættuspil. í björgun-
arstóli var 29 manna áhöfn bjargað yfir
brimskaflinn. Síðastir í land komu loft-
skeytamaðurinn og skipstjórinn.
Skömmu eftir að skipbrotsmennirnir
voru komnir á land heyrðist hár og
tröllslegur brestur í gegnum brimgný-
inn, og sáu menn að nýja hafskipið,
Carles H. Salter, hafði brotnað í tvennt
framan við stjórnpallinn. Tók skipið
fljótt að sökkva í sand og sjó. Aðstaða
til að bjarga var hin örðugasta, en
marga muni rak á land úr hinu nýja
skipi. Tveggja daga uppboð á strand-
góssi væri efni í langa frásögn, en þar
var ég ritari. Það er ólýsanleg stemn-
ingin, sem varð á stranduppboðunum.
Gamanyrði fuku, þegar sýslumaður
handlék, lýsti eða benti á hina framandi
muni, stóla, kaðla, segl, ritvélar, niður-
suðuvörur, handlaugar, koppa, kirnur
og hvaðeina. Allt voru þetta nýir og
nytsamir munir. Til dæmis var lengi
notuð á sýsluskrifstofunni í Hvolsvelli
skipstjóraritvél, sem var af Under-
wood-gerð með smáu letri, en skýru og
fallegu.
Ekki sakaði að sýslumaður hefði
svona hæfilegan húmor og léti við-
-105-