Goðasteinn - 01.09.1995, Page 110
Goðasteinn 1995
ins, aðeins vikið að nokkrum áhuga-
verðum þáttum þeirra.
/
Sérkenni Islandsstranda
Það sem setur svip á íslandsstrendur
öðru fremur og gerir þær einstakar eru
einkum þrjú atriði og þær afleiðingar
þeirra og innbyrðis samspil sem valda
breytingum og þróun stranda og
strandsvæða. Þessi atriði eru:
• Efnið sem srendurnar eru úr
• Lega landsins mitt í úthafinu í
mikilli fjarlægð frá öðrum
löndum
• Hnattstaða landsins við jaðar
norðurheimskautssvæðisins.
Lítum á fyrsta atriðið: Efnið sem
ísland og þar með strendur þess er gert
úr er hraungrýti, bæði ung hraun og
eldri hraunlagastafli auk annarra af-
brigða af þeim gosefnum eldvirkninnar
sem byggt hafa upp landið og svo
niðurbrotsefni þessa gosbergs, sandur,
möl og annað slíkt. Hraungrýtið er
einkum úr bergtegund þeirri sem kall-
ast basalt á máli bergfræðinnar, einnig
er mikið um glerkennd gosbergsaf-
brigði, gjósku og mógler. Hraunstrend-
ur eru mjög sjaldgæfar annars staðar í
heiminum og finnast fyrst og fremst á
smáum eldfjallaeyjum hingað og
þangað í úthöfunum. Strendur Islands
eru sem sagt úr óvenjulegu efni.
Annað atriðið, miðlægi landsins í
hafinu: Island liggur nokkuð mitt í
hafinu á milli Norður-Evrópu og Græn-
lands og eru hundruð km til stranda
þeirra, enn lengra til landa í norðri og
langtum lengst í suðri. Þetta veldur því
að stormar sem fara yfir höfin geta
myndað öldukerfi sem berast óhindruð
upp að ströndum íslands svo hundr-
uðum og þúsundum km skiptir. Otrufl-
aður ölduaðdragandi orkuríkrar öldu er
óvíða í heiminum lengri en hér. A
ströndum landsins skella öldur sem
eiga að baki sér langa óraskaða ferð
undir áhrifum veðra og ná fyrir vikið
meiri stærð en öldur yfirleitt ná á
smærri hafsvæðum eða undir land-
krepptum aðstæðum. Þessi öldukerfi
verða einkum til fyrir áhrif stórviðra
sem eru meiri og tíðari á Norður-Atl-
antshafinu en víðast er algengt. Hér
skella því tíðum orkumeiri öldur á
ströndum en víðast hvar annars staðar.
Strendur íslands eru sem sagt ber-
skjaldaðar fyrir tíðum og þungum
áhrifum hafsins.
Þriðja atriðið, hnattstaða landsins:
Island liggur ekki bara mitt í hafinu,
heldur liggur það við suðurmörk
norðurheimskautssvæðisins. Þessi
staðreynd felur í sér annan og áhrifa-
meiri sannleik fyrir strendurnar. Hér
eru ríkjandi veðurskilyrði sem á ýmsan
hátt eru mjög óhentug fyrir langlífi
strandanna. í fyrsta lagi þá eiga þau
hlut að því að skapa hin kröftugu
veðrakerfi sem hér fara yfir, einkum á
vetrum, og nefnd voru áður. í öðru lagi
þá framkalla þau miklar og tíðar breyt-
ingar á almennum veðurskilyrðum. Hér
-108-