Goðasteinn - 01.09.1995, Page 113
Goðasteinn 1995
Rif sem ekki eru afleiðing af ein-
stefnuflutningi á efni, heldur flutningi
efnis fram og til baka undan breyti-
legum veðurskilyrðum eru einnig til og
gildir flest svipað um þau og hin fyrri.
Rif eru einnig til fyrir óvogskornum
ströndum en þau girða ekki af voga eða
mynda sjávarfallalón. Slík rif eru áber-
andi víðast hvar meðfram Suðurströnd-
inni allt austur í Öræfi. Á bak við þau
er grunn lægð oft með vatni, stundum
örgrunnt langt lón, þar sem ekki gætir
neinna sjávarfalla en oftast er þar
aðeins gljá eða vaðall. Rif þessi mynda
fjörukamb og þau girða í raun hafið frá
landinu, því yfir kambinn nær sjórinn
yfirleitt aðeins að kasta spreki og létt-
um reka í allra mestu veðrum. Hæð rifa
þessara markast af orku og uppkasts-
getu hámarksöldunnar sem að strönd-
inni berst í samspili við það efni sem á
ströndinni finnst, gerð þess og korna-
stærð. Það er því aðeins í undantekn-
•
íngastórviðrum, sem flæðir inn fyrir
rifin. Slík flóð geta valdið miklum usla,
einkum þar sem landið innan rifanna er
gjarnan flatt og vegna þess að flóðið á
ekki eðlilega rennslisfarvegi brott af
svæðinu heldur safnast fyrir og heldur
áfram að vaxa á meðan veðrið stendur.
Ef landslag er breytilegt við strend-
ur og mikið framboð á seti geta mynd-
ast mjög margvíslegar gerðir af rifum
og skyldum fyrirbærum, eiðum, eyrum,
gröndum, töngum og fleiru slíku, sem
ekki er færi á að gera grein fyrir hér, þó
fyllsta ástæða sé til greinargerðar.
Grunnrif: Slík rif eru þröskuldar,
malar- eða sandkambar, sem eru víðast
hvar úti fyrir ströndum en ná ekki upp
að sjávarmáli og eru því alltaf á kafi.
Þeir þekkjast best á því að aldan brot-
nar á þeim úti fyrir ströndinni. Grunn-
rifin halda að strandstraumunum svo
þeir geta ekki runnið beint út undan
áhlaðandanum. Grunnrif eru einkum
áberandi á vetrum. Þau verða aðallega
til fyrir hið sterka niðurbrot stormöld-
unnar á setströndum að vetri. Hafaldan
sem einkennir sjávarlag við strendurnar
á vetrum er há og brött stormalda sem
brotnar gjarna í holskeflu er hún kennir
grunns úti fyrir ströndinni. Slík alda
hefur tilhneigingu til þess að brjóta
ströndina niður og dregur með sér meir
af seti niður eftir ströndinni á útsoginu
en hún færir með sér upp í aðrennslinu.
Undan vetraröldunni skríður því mikið
set af ströndinni. Það fylgir að verulegu
leyti botni en stöðvast úti á nokkru
dýpi, safnast þar fyrir og myndar eins-
konar neðansjávargarð meðfram
ströndinni, grunnrif. Sumartíminn
einkennist fremur af undiröldu en
stormöldu. Undiraldan er að jafnaði
lægri og lengri og þegar hún hittir
ströndina hefur hún tilhneigingu til
þess að renna upp á ströndina fremur
en að brotna á henni og flytur þá meira
með sér af seti upp eftir fjörunni en
hún dregur með sér niður eftir henni á
útsoginu. Þannig hefur sumaraldan til-
hneigingu til þess að byggja ströndina
upp og endurbæta niðurbrot stormöld-
unnar og hún notar til þess efni úr
-111-