Goðasteinn - 01.09.1995, Page 116
Goðasteinn 1995
an tilnefndir óshólmarnir fyrir botni
Bengalflóa, þar sem stórárnar Ganges
og Bramabutra falla báðar til sjávar.
Skýrasta dæmi um þessa gerð óshólma
hér á landi er nokkuð óvenjulegt, en
það eru eyrar Hornafjarðarfljóta og
Hólmsár, þar sem þessar ár koma út í
Hornafjörð. Dæmið er óvenjulegt
vegna þess að óvíða hér á landi er
munur flóðs og fjöru minni en einmitt
þarna, eða um og yfir einn metra. Hins
vegar gætir þar hvorki áhrifa af strand-
straumum eða mikillar öldu, svo þeir
þættir hafa nær engin áhrif í sam-
spilinu. Oshólmar Eyjafjarðarár og
margra annarra áa fyrir fjarðarbotnum
eru af þessari gerð en þar gætir sjávar-
falla yfirleitt allstaðar meir en í Homa-
firði og öldunnar víða líka. Hér á landi
er þessa gerð óshólma fyrst og fremst
að finna sem innfjarðarósa.
Þar sem setríkar ár falla til sjávar á
ströndu þar sem úthafsöldu gætir vem-
lega mikið en áhrif flóðs og fjöru eru
minni verða óshólmar fremur fáir og
hafa tilhneigingu til að mynda fremur
flatan tanga í átt til hafs. Þar fellur áin
út í einum ósi eða fáum, álum og læn-
um fækkar miðað við hinar gerðirnar
og hólmarnir sjálfir stækka, en hafa
tilhneigingu til þess að liggja fremur
með ströndinni en teygja sig til hafs.
Þessi gerð finnst til dæmis víða á aust-
urströnd Ameríku, svo sem við mynni
Brazos-árinnar í Texas og Sáo Fran-
cisco-árinnar í Brasilíu. Hún finnst
einnig í ýmsum innhöfum og má þar til
nefna mynni Dónár í Svartahafi. Hér á
Iandi eru ósar Markarfljóts vel nothæfir
sem dæmi upp á þessa gerð og ós
Jökulsár á Breiðamerkursandi er af
þessari gerð, enda gætir áhrifanna af
mikilli úthafsöldu meðfram allri suður-
ströndinni. Á meðan Jökulsá bar fram
mikið set á síðustu öld og í byrjun
þessarar myndaði hún flatan breiðan
tanga sem teygði sig dálítið fram fyrir
ströndina í nágrenninu. Nú ber áin lítið
fram og niðurbrot úthafsöldunnar hefur
náð yfirhöndinni svo tanginn er nú
horfinn. Hér á landi má segja að þessi
gerð óshólma einkenni suðurströndina
öðrum stöðum fremur en hana er einn-
ig að finna við ósa þeirra áa sem falla
út í gegnum sandstrendur annars staðar
á landinu svo sem í Öxarfirði og Hér-
aðsflóa.
Nokkur áhugaverð atriði varðandi
klappastrendur
Við klappastrendur landsins eru
flestir þættir strandanna ólíkir því sem
einkennir setstrendurnar. Þar er land
vogskorið og því myndast meiri hlé
fyrir öldugangi, strandstraumar minnka
vegna minnkandi öldugangs, hrjúfari
botns og óreglulegri strandlínu og set-
flutningur minnkar þar af leiðandi
einnig. Á hinn bóginn vex öll lífræn
starfsemi, bæði plantna og dýra.
Firðirnir sem einkenna þessi land-
svæði eru flestir grafnir af jöklum á
ísöld og ná sumir langt niður fyrir sjáv-
armál og teygjast langt út á landgrunn-
ið. Mjög gróft séð stefna firðirnir nokk-
urn veginn út frá miðju landsins, til
-114-