Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 117
Goðasteinn 1995
norðurs á Norðurlandi, til austur á
Austfjörðum og til vesturs á Vestur-
landi. Vestfjarðakjálkinn hefur nokkra
sérstöðu eins og jafnan. Þar stefna
firðir út frá miðju kjálkans en ekki
landsins í heild. Þessi stefna fjarða er
að nokkru leyti til komin þannig að
jökullinn streymir út frá miðju landsins
og grefur þá dali og firði í viðeigandi
stefnur. Jökulmiðjur hafa þannig verið
tvær, ein á Vestfjarðakjálkanum og
önnur á „meginlandinu“. Þó er þetta
ekki nema hluti sannleikans, því brot
og sprungur í jarðlagastaflanum ráða
miklu um það hvemig jökullinn grefur
og þar af leiðandi hvert dalir stefna.
Sprungukerfi landsins stefna yfirleitt
SV-NA á sunnanverðu landinu en N-S
á því norðanverðu. Stefna fjarða á
Norðurlandi er því í ágætu samræmi
við bæði tilhneigingar jökulskriðsins
og stefnu sprungukerfanna. Sama verð-
ur ekki sagt um Austfirði, þeir stefna
nokkurnveginn hornrétt á sprungu-
stefnuna, en á hinn bóginn liggur meg-
indalur, Fljótsdalshérað, á bak við þá
sem stefnir eins og sprungukerfin í NA.
Stefna fjarða á Vesturlandi, Borgar-
fjarðar og Hvalfjarðar, er í nokkuð
góðu samræmi við bæði sprungu-
stefnur í jarðlagastaflanum og megin-
skriðstefnu ísaldarjökla. Um Vest-
fjarðakjálkann gildir það að sprungu-
stefnan þar breytist á sama hátt og á
„meginlandinu“, frá SV-NA að sunnan
til N-S að norðan og þar stefna firðir
því bæði samsíða sprungukerfunum og
á skjön við þau.
í þessum landshlutum eru klappa-
strendur bæði brattar og flatar, bæði
lágar og háar. Sums staðar eru stand-
björg sem skipta hundruðum metra á
hæð og mynda enga fjöru, aðeins sjáv-
arhamra. Hér eru dæmi eins og Látra-
bjarg og Hornbjarg fyrir vestan og
Barðsnes fyrir austan mjög nærtæk.
Dæmi um lægri sjávarhamra eru t.d
Fonturinn á Langanesi og Svörtuloft á
Snæfellsnesi og Reykjanestá. Undan
öllum þessum hömrum eru krappar
straumrastir og því gjarnan þungur sjór
fyrir vikið umfram það sem annars
staðar er. Undir öðrum sjávarhömrum
hefur náð að myndast fjara, þó yfirleitt
sé hún mjó og illfær. Víðast hvar er þá
ekki um að ræða standbjörg, heldur
hallandi en brattar fjallshlíðar, skriðu-
orpnar. Skriðurnar hafa þá tilhneigingu
til þess að falla fram af hömrum og
mynda mjóa fjöru undir þeim og sums
staðar eru straumar og öldur ekki nægi-
leg til þess að mola þetta efni og
hreinsa það frá berginu. Sem dæmi um
svona skriður má taka Njarðvíkur-
skriður við Borgarfjörð eystri og Hval-
nes- og Þvottárskriður á mörkum
Austur-Skaftafellssýslu og Suður-
Múlasýslu.
A svæði klappastrandanna er yfir-
leitt flatara land meðfram sjó innan-
fjarðar en út til annesja. Þar hallar
fjallahlíðum aflíðandi niður undir sjáv-
armál og víða myndast við það lág-
lendi, sem sumt hefur verið undir sjó
fyrrum, svonefndur strandflötur. Lág-
lendi suðaustanlands sem tekur við af
söndunum er nær allt þannig strand-
-115-