Goðasteinn - 01.09.1995, Page 118
Goðasteinn 1995
flötur, sem var undir sjó við lok ísaldar.
Þannig má víða finna ægisand og
skeljabrot uppi á holtum ef grafið er til
í lautum. Þessi holt hafa þá fyrrum
verið eyjar og sker fyrir ströndum. Ef
nokkurra metra landris ætti sér nú stað
við Breiðafjörð svo botn hans risi úr sæ
myndi þar verða dæmigerður strand-
flötur af þessum toga. Þar er nú víð-
áttumikið grunnsævi og skerjasjór, svo
ekki finnst annað eins hér við land.
Víða skaga kambar eða tröllahlöð
fram í sjó á þessum svæðum og mynd-
ast á milli þeirra skjólsælar víkur og
vogar með sand- eða malarfjöru.
Kambar þessir eru berggangar, sprung-
ur í jarðskorpunni sem bergkvika hefur
borist eftir til yfirborðs er eldgos voru
virk í uppbyggingu þessarra landshluta.
Jökulrofið hefur síðan heflað jarðlögin
burt og mótað núverandi landslag.
Kvikan sem storknaði í sprungum og
varð þar að harðri steypu stendur betur
af sér roföflin en önnur jarðlög gera og
stendur því að hluta til eftir, sem kamb-
ar þessir. Víða mynda berggangar kerfi
og því finnst gjarnan kambur við kamb
og vík við vík á strandlengju sumra
fjarða, sem grafist hafa þvert á þessi
gangakerfi. Hér má nefna Berufjörð
fyrir austan sem dæmi. Það er þó mjög
háð því hvernig jarðlögum hallar á
þessum landsvæðum, hvernig landslag
rofið skilur eftir sig við ströndina.
Vogar þeir sem þannig verða til í skjóli
kambanna hafa víða þjónað sem lend-
ingar og uppsátur báta.
Annars konar láglendar klappa-
strendur við sjó verða þar sem nútíma-
eldvirkni er til staðar við ströndina. Hér
er nærtækast að líta á Reykjanesskag-
ann og hraunin sem þar hafa runnið til
sjávar. Vatnsleysuströndin er samfelld
hraunaströnd og mjög dæmigerð sem
slík. Landslagið er láglent og baklandið
er aðeins lítið eitt hærra en ströndin.
Þar geta því ekki myndast háir sjávar-
hamrar. Bergið er hins vegar sprungið
og blöðrótt og víða gjallkennt og því
fremur ónýtt. Sjávarrofið á því fremur
auðvelt með að brjóta hraunin niður og
mynda lágt þverhnípi, búa til brimklif.
Slík brimklif eru þó óvíða til staðar á
Vatnsleysuströndinni en aftur á móti
mun algengari sunnan til á Reykjanes-
skaganum, úti við Reykjanestá, austur í
Krísuvíkurbjargi og í bjarginu austan
við Nes í Selvogi allt til Þorlákshafnar.
Þessum mun veldur ugglaust sú stað-
reynd að Vatnsleysuströndin veit mót
vestri, sem er sjaldgæf stormveðraátt á
svæðinu og hún er í skjóli af Reykja-
nesskaganum fyrir suðvestanáttunum
sem eru svo sterkar á þessu landsvæði.
Sjávarrof er einfaldlega afkastameira
sunnan á skaganum en norðan.
Þar sem hraun eru mjög flöt við
sjóinn og liggja við sjávarmál er mikil
flóðahætta. Strandflóð eru mjög algeng
við suðvestanvert landið og eru ótal
mörg dæmi þeirra vel þekkt aftur í aldir
(Páll Imsland og Þorleifur Einarsson
1991 og Páll Imsland 1992). Frægast
slíkra flóða er án efa Básendaflóðið,
einnig kallað Stóra flóðið og Alda-
mótaflóðið. Það átti sér stað árið 1799
og er kennt við Básenda á milli
-116-