Goðasteinn - 01.09.1995, Page 120
Goðasteinn 1995
Á Tjörnesi vestanverðu, frá Reká að
Höskuldsvík og í Breiðuvík norðan á
nesinu liggja þykk og mikil setbergslög
sem fræg eru í jarðsögu landsins (sjá
Þorleif Einarsson 1991). Þau eru gerð
úr sjávarseti, þ.e.a.s. efnið hefur sest til
á sjávarbotni og botninn seinna risið úr
sjó. Þessi lög innhalda því miklar
menjar um sjávarlíf, aðallega á formi
skelja og kuðunga. Setbergið er ekki
eins sterkt berg og storkubergið í
hraunlögum og allt öðru vísi að innri
gerð, mjög lagskipt og misgróft í korni.
Klappir þær sem einkenna þessar
strendur bregðast því allt öðru vísi við
rofi en þær klappastrendur sem fyrr
hafa verið ræddar og líta þar af leiðandi
allt öðru vísi út.
Aðrar setbergsstrendur eru í Mela-
bökkum í Leirársveit. Þar eru háir
bakkar úr lítt hörðnuðu setbergi sem
sjórinn er að brjóta niður og gengur
hratt. Þetta setberg er að uppruna jökul-
urðir og annað set sem sest hefur til
framan við jökla undir lok ísaldarinnar
að miklu leyti í sjó (sjá Ólaf Ingólfsson
1987). Ofan á þessum gömlu jökulaur-
um er jarðvegur og gróður. Þar var
kirkjugarður í eina tíð og er sjórinn nú
að brjóta hann svo að stundum má sjá
þar standa leggi og kúpur, rif og kjúkur
út úr rofbökkunum.
Jafnvægi og þróun strandsvæða
Það er fleira en efni strandanna,
gerð þess og samsetnig, og rofið, áraun
veðráttu til lofts og sjávar á efnið, sem
skipta máli fyrir þróun strandsvæða.
Mjög fá strandsvæði eru í algjörri kyrr-
stöðu, flestar strendur eru að þróast frá
einu ástandi til annars. Þróun þessi er
mjög mishröð. Víða er hún svo hæg að
menn merkja ekki neinar breytingar á
mannsævi, en annars staðar má sjá
mikinn mun á mun styttri tíma. Þróun
strandsvæða kemur þannig út að ann-
aðhvort lætur ströndin undan síga og
hafið gengur á þurrlendið eða þá að
ströndin færist fram til sjávar og nýtt
land myndast. Þetta getur hvort tveggja
gerst á tvennan ólíkan hátt og eru
óskyld ferli ábyrg fyrir þróuninni í
hvoru tilviki.
í nokkuð grófri einföldun má segja
að annars vegar séu ferli sem fyrst og
fremst vinna í láréttu sniði en hins veg-
ar ferli sem fyrst og fremst vinna í
lóðréttu sniði.
Ferlin þau sem vinna í láréttu sniði
höfum við þegar rætt nokkuð um, en
það eru rof og setframburður. Rofið ét-
ur af landinu og færir ströndina innar,
það á sér stað landbrot. Setframburður
bætir framan við ströndina og færir
hana út, það á sér stað landauki.
Þau ferli hins vegar sem vinna í
lóðréttu sniði hefur ekki verið minnst á
fram að þessu, en þau eru flotjafnvæg-
isleitni jarðskorpunnar (isostatic pro-
cesses) og sjávarborðsbreytingar
(eustatic processes). Flotjafnvægisleitni
jarðskorpunnar veldur því að
jarðskorpan rís eða sígur eftir því sem á
hana er hlaðið (t.d. hraunum og jökl-
um) eða af henni tekið og rofið og eftir
því sem hún þenst út eða dregst saman
-118-