Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 121
Goðasteinn 1995
Strandflokkunarkerfi Valentins (1952) með tímaás að fyrirmynd Blooms (1965). Á mynd-
inni eru sýndir ímyndaðir ólíkir þróunarferlar þriggja stranda. Ferill A sýnir einfalda þróun.
Ströndin var í jafnvœgi við upphaf viðmiðunar en hefur síðan sigið jafnt en allhratt allan
tímann, þróunarferillinn er beinn. Jafnframt hefur átt sér stað lítilsháttar rof á ströndinni.
Slitni ferillinn, d, sýnir magn landsigsins ef mœlikvarði er á myndinni, sem er ekki í þessu til-
viki. Upplýsingar um magn rofsins má á sama hátt lesa afferlinum e. Ferill B sýnir einnig ein-
falda þróun en ekki jafna allan tímann, ferillinn er ekki bein lína. Ströndin er í jafnvægi við
upphaf viðmiðunar, sem er á sama tíma og fyrir ströndina sem ferill A lýsir. Strax við þetta
upphaf byrjar ströndin að síga og sígurfyrst hratt í stuttan tíma en síðan hægir mjög á siginu
og tiltölulega fljótlega byrjar ströndin að rísa en risið er mjög hægt. Samtímis á sér stað á
þessari strönd allmikið landbrot afvöldum rofs. Ef dregnir eru sambœrilegir ferlar við d- og
e-ferlana sést að rofið er tiltölulega mikið. Ferill C sýnir flókna og mjög óreglulega þróun.
Ströndin er ekki í jafnvægi við upphaf viðmiðunar, sem er nokkru fyrr en gildir fyrir hinar
tvœr strendurnar. I upphafi er þessi strönd að rísa og þar er rof í gangi. Eftir að viðmiðun
hefst heldur ströndin áfram að rísa en risið er hægt. Það nær hámarki eftir nokkum tíma og
við tekur sig, sem er hægt ífyrstu, en sighraðinn fer vaxandi uns annar atburður bindur enda
á sigið. Þessi atburður er skyndilegt og mikið sig. Hér hefur jarðskorpa strandsvœðisins
brotnað og hrokkið til, misgengið. Eftir þennan atburð hefst hægt ris með nokkuð vaxandi
rishraða eftir því sem tíminn líður uns skyndilega dregur mjög úr honum og hann verður jafn
og stöðugur og þannig er hann þegar skýringarmyndin er dregin. Allveruleg setmyndun á sér
stað á þessari strönd eins og vel sést á stöðu punktsins C. A myndinni eins og hún er hér
dregin er auðveldara að átta sig á ris- og sigþættinum en rof- og setþættinum, en með því að
snúa skífunni, sem táknar nútímann, um 90° þá lendir rof- og setþátturinn í þeirri stöðu, sem
ris- og sigþátturinn hefur hér, og verður auðlesnari. Þannig er hægt að leggja áherslu á þann
þátt ef hann er talinn miklivœgari í útskýringum á þróun viðkomandi strandar. Vegna þess
hvemig þessi mynd er úr garði gerð er erfitt að lesa rof- og setþáttinn og ris- og sigþáttinn á
magnbundinn hátt aftur í tímann. Til þess þarf að kvarða myndina með hringjum á mörgum
stöðum, nútímahringurinn einn nægir ekki. Þetta er auðvelt að gera en það gerir myndina mun
flóknari.
-119-