Goðasteinn - 01.09.1995, Side 122
Goðasteinn 1995
vegna hitabreytinga. Breytingar á yfir-
borðsstöðu sjávar eru aðallega svaranir
við breyttu hitastigi sjávar og massa
hans. Ef mikið af vatni sjávar bindst í
jöklum, eins og t.d. gerðist á ísöld,
rýrnar massi hans og sjávarborð
lækkar. Þegar jöklarnir bráðna snýst
dæmið við. Ef hitastig sjávar vex, t.d.
vegna gróðurhúsaáhrifa, þá þenst
sjórinn út og yfirborð hafsins hækkar.
Kólni sjórinn snýst dæmið við. Allar
þessar breytingar koma fyrst og fremst
fram sem breyting í lóðréttu sniði, upp
eða niður.
Samspil þessarra lóðréttu breytinga
er afar flókið þar sem annað ferlið,
yfirborðsbreytingar sjávar, koma nokk-
urn veginn reglulega niður á sjávar-
borði um allan heim, en jafnvægisleitni
jarðskorpunnar getur verið algjörlega
úr takt við yfirborðsbreytingarnar og
komið mjög misjafnalega fram á mis-
munandi stöðum. Það er því einhvers
konar meðaltalsniðurstaða af ólíkum
ferlum sem setur svip sinn á þróun
strandanna á hinum ýmsu landsvæðum.
Sé niðurstaða þessara lóðréttu breyt-
inga á tiltekinni strönd þess eðlis að
sjórinn flæði af landinu, þá verður
landauki af svokölluðu afflæði (regres-
sion). Sé niðurstaðan á hinn veginn
minnkar þurrlendið og landbrot verður
af áflæði (transgression).
Auðvitað geta öll þessi ferli, bæði í
lóðréttu og láréttu sniði, verið að verki
samtímis og niðurstaðan á ströndinni,
landauki - landbrot, er þá afleiðing af
enn margræðara samspili. Sama þróun
þarf ekki að vera í gangi á samliggjandi
strandbútum og eins getur þróunin
snúist við og strönd horfið til fyrra eða
svipaðs horfs aftur, þó augljós þróun í
ákveðna átt hafi verið ríkjandi. Þannig
er þróun strandanna margflókið fyrir-
bæri sem ekki verður ráðið fram úr í
skyndingu þó maður stígi fæti sínum í
fjöruborð.
Þróuarferli stranda er gjarnan lýst
með grafi sem upphaflega var samið af
H. Valentin en hefur síðan verið bætt af
A. L. Bloom. Þar mynda ferlin sem
rædd hafa verið, sig og ris og rof og
set, tvívítt ásakerfi (Valentin 1952) en
tíminn er síðan látinn mynda ás þriðju
víddarinnar (Bloom 1965). Hér er í
raun gerð sú einföldun að sleppa sjáv-
arborðsbreytingum sem sjálfstæðu ferli
en aðeins tekið mið af risi og sigi
landsins. Þetta hefur í flestum tilvikum
fremur lítil áhrif nema þegar ísaldir
ganga í garð eða þeim lýkur eða þá
þegar umtalsverðar breytingar verða á
lofthjúpi jarðar og þar með hitastigi
sjávar. Ris-sig ásinn í svona kerfi sýnir
því raun mismuninn á þessum tveim
þáttum, risi eða sigi annars vegar og
sjávarborðshækkun eða sjávarborðs-
lækkun hins vegar. Með þessari mynd
er hægt að lýsa þróunarferli hvaða
strandar sem næg vitneskja er til um á
nokkuð skýran hátt.
I lokin skulu tekin nokkur dæmi um
afgerandi strandþróun hér á landi. í
Hornafirði hefur land verið að rísa á
þessari öld og fjörðurinn því grynnkað
og upp komið sker sem áður voru undir
sjávarmáli. Landrisið stafar af farglétt-
ingu þeirri af landinu sem fylgir því að
-120-