Goðasteinn - 01.09.1995, Side 124
Goðasteinn 1995
Haraldur Júlíusson, Akurey:
Annáll Akureyj arkirkj u 1910-1995
/
Agrip af sögu kirkjunnar
Með stjómarráðsbréfi dags. 28. maí
árið 1910, er gerð breyting á sóknar-
skipan í Vestur-Landeyjum, þannig að
Sigluvíkursókn og sá hluti sveitarinnar
sem sókn átti að Voð-
múlastöðum og Krossi
skyldi verða ein sókn,
með kirkju í Akurey.
Lengst mun kirkja
hafa staðið hér í sveit á
Skúmsstöðum, Ólafs-
kirkja og er hennar getið
á 12. öld. Hún var þá
annexía frá Stórólfshvoli.
Einnig voru kirkjur í
Eystra-Fíflholti, Maríu-
kirkja útkirkja frá Krossi,
og í Vestra-Fíflholti Stefánskirkja,
einnig útkirkja frá Krossi. Þá mun hafa
verið bænahús lengi á Álfhólum, eða til
loka 17. aldar. Einnig vom munnmæli
fram yfir 1940 um að bænahús hafi
verið í Akurey, og það sagt hafa verið
rétt framan við þar sem nú stendur
íbúðarhús Bjargmundar Júlíussonar,
byggt 1972.
Skúmsstaðakirkja var flutt þaðan að
Sigluvík árið 1815 og stóð þar til ársins
1912. Sigluvíkurkirkja var endurbyggð
árið 1859. Með bréfi stiftyfirvalda
dags. 8. nóvember 1859 var Siglu-
víkursókn lögð til Krossþinga, en hafði
áður tilheyrt Stórólfshvolsþingum.
Á safnaðarfundi í Akurey 7. febrúar
1910 með þeim hluta af hreppsbúum
sem ætlað var að eiga
mundi sókn til hinnar
nýju kirkju, „sem fyrir-
hugað er að byggja næsta
sumar í Akurey", var
samþykkt að ráða
Tryggva Árnason, bygg-
ingameistara úr Reykja-
vík, til að vera yfirsmiður
við kirkjubygginguna,
ásamt Skúla Jónssyni
smið úr Reykjavík, en
hann var ættaður frá
Akurey. „Kaup er ákveðið kr. 3.50 yfir
daginn með 10 tíma vinnu og skulu
þeir kosta sig. Fæði, þjónusta o.fl. er
áætlað að stígi ekki yfir 1 krónu á dag,
segir í fundargerð fundarins.
Afhending Sigluvíkurkirkju til
safnaðarins 2. maí 1910
Fundargerð
Árið 1910, 2. maí var prófasturinn í
Rangárvallaprófastsdæmi Kjartan Ein-
arsson í Holti, staddur í Sigluvík, til
-122-