Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 125
Goðasteinn 1995
þess samkvæmt lögum nr. 13, 12. maí
1882, 3. grein að afhenda Sigluvíkur-
kirkju, sem eigandi hennar dbr. Jón
Arnason í Þorlákshöfn lætur af hendi
til hlutaðeigandi safnaðar, eftir ósk
safnaðarins.
Fyrir hönd nefnds eiganda dbr. Jóns
Amasonar, mætir við afhendinguna Jón
bóndi Nikulásson á Alfhólum, sem
nokkur undanfarin ár hefur haft á hendi
umsjón og reikningshald kirkjunnar.
Fyrir safnaðarins hönd mætti öll
sóknarnefnd kirkjunnar, bændumir Jón
Gíslason í Sleif, Brynjólfur Gíslason í
Hrauk og Jón Jónsson á Forsæti.
Fjárhaldsbreyting þessi hafði verið
samþykkt á héraðsfundi Rangárvalla-
prófastsdæmis 10. júní 1908, og stað-
fest af biskupi, með bréfi dags. 8. nóv-
ember 1909.
Eigandi kirkjunnar hafði með bréfi
12. janúar 1909 skýrt frá, að frá hans
hendi væri ekkert því til fyrirstöðu að
hann léti kirkjuna af hendi til safnað-
arins, með sjóði hennar.
Skrautgripir og áhöld kirkjunnar
eru: 1 hökull, 1 rikkilín, 1 altarisklæði,
allt brúklegt. 1 altarisklæði, 2 altaris-
dúkar, 1 hökull og rikkilín, allt gamalt
og óbrúklegt. 1 silfurkaleikur gylltur
innan, með patínu og patínudúk, 1
oblátudós úr nýsilfri gyllt að innan, 2
látúnsstjakar og 3 messingsstjakar, allir
lítt brúkanlegir. 1 látúnshjálmur með 8
ljóspípum, 1 altaristafla, 1 skírnarfat úr
eiri, 2 klukkur, 1 tréspjald til að skrifa á
sálmanúmer, 4 trérekur og 1 smáreka, 2
líkskammel, 4 sálmabækur frá 1886.
Sjóður kirkjunnar er samkvæmt
reikningi dags. 31. des. 1909, sem er
saminn en eigi endurskoðaður kr.
633,55.
Afhending kirkjunnar fór þá þannig
fram, að umboðsmaður kirkjueigand-
ans skilar Sigluvíkurkirkju, fyrir hönd
eigandans, með sjóði hennar kr. 633,55
og hinum öðrum töldu munum í hendur
hlutaðeigandi söfnuði og er kirkju-
eigandinn með því leystur frá ábyrgð
og umsjón téðrar kirkju, með því sem
henni tilheyrir og sjóði hennar, eins og
hann er talinn í reikningi kirkjunnar
1909, frá sama tíma afhent hlutað-
eigandi söfnuði til umsjár og ábyrgðar
og fjárhalds, með öllum þeim skyldum,
sem lög mæla fyrir um.
Full skil á sjóði kirkjunnar verði
gjörð fyrir 1. júlí næstkomandi.
Sama stað ár og dag sem að framan
greinir.
Kjartan Einarsson, Jón Nikulásson,
Brynjólfur Gíslason, Jón Gíslason,
Jón Jónsson.
Sunnudaginn 30. apríl árið 1911 var
fyrsta sóknarnefnd fyrir Akureyjarsókn
kosin á safnaðarfundi í Sigluvíkur-
kirkju. í sóknarnefndina voru kosnir
samhljóða: Jón Gíslason, bóndi í Sleif,
Einar Jónsson, bóndi Kálfsstöðum og
Guðmundur Guðmundsson, bóndi í
Vestra-Fíflholti. Safnaðarfulltrúi var
einnig kosinn með samhljóða atkvæð-
um Jón Gíslason í Sleif.
Akureyjarkirkja er byggð árið 1912,
eftir teikningu Rögnvaldar Olafssonar,
arkitekts. Byggingameistari var
-123-