Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 127
Goðasteinn 1995
Að utanverðu er kirkjan máluð með
rauðum lit á þaki og ljósgráum á veggj-
um. Að innanverðu er ljósgrænn litur á
veggjum, sem allir eru þiljaðir með
panel og hvítur á hvelfingu og lofti
bakkirkjunnar. Gólfið er allt ferniserað
nema undir bekkjum. Kirkjan rúmar í
sætum nálægt 130 manns.
Kirkjan er að efni, smíði og öllum
frágangi mjög vandað hús enda hefur
hún samkvæmt reikningi samþykktum
á Héraðsfundi í gær, kostað kr.
6.188,60 aura.
Af skrúða og áhöldum kirkjunnar
hefur þetta verið selt sem óbrúklegt: 1
hökull, 1 rykkilín, 1 altarisklæði, 1
altarisdúkur, 2 messingsstjakar og
graftólarusl og hefur andvirði þessara
muna verið fært inn á reikning kirkj-
unnar fyrir næstliðið ár. Skrúði sá og
áhöld sem kirkjan á nú eru þessi: 1
hökull, 1 rykkilín, 1 altarisklæði og 1
altarisdúkur, 1 kaleikur með patínu-
diski og patínudúk, 1 oblátudós, 1 fer-
strend messuvínsflaska, 2 látúnsstjakar.
Sálmabækur 7 og 1 harmoníum og er
vel um þetta hirt eins og kirkjuna
sjálfa.
Grafreitur er afmarkaður fyrir sunn-
an kirkjuna og laus frá henni. Er hann
umgirtur til bráðabirgða með vír á tré-
stólpum og hefur ekki enn verið jarðað
í honum.
Til yfirheyrslu komu 4 börn, 1 piltur
og 3 stúlkur öll fermd og voru þau öll
vel að sér í kristindómi, 2 vellesandi og
2 nokkuð miður.
Viðstaddir voru sóknarpresturinn,
Akureyjarkirkja. — Ljósruynd:
Haraldur Júlíusson.
safnaðarfulltrúinn sem og er oddviti
sóknamefndar og hinir 2 sóknamefnd-
armennirnir.
Skúli Skúlason (settur)
Þorsteinn Benediktsson,
Jón Gíslason, Einar Jónsson,
Guðmundur Guðmundsson.
Um viðhald Akur eyj arkirkj u
Á þeim árum sem liðin eru frá
byggingu Akureyjarkirkju hefur henni
verið all vel viðhaldið. Helstu viðgerðir
og viðhald kirkjunnar hefur verið á
þessa leið:
Árið 1935 fauk krossinn af turn-
inum í óveðri. Krossinn var úr járni.
Nokkurn tíma tók að gera við hann og
-125-