Goðasteinn - 01.09.1995, Page 129
Goðasteinn 1995
Árið 1974 var keypt ný kirkju-
klukka í stað minni kirkjuklukkunnar
sem verið hafði í kirkjunni frá upphafi.
Klukkan er steypt hjá Jámsteypunni hf.
í Reykjavík. Gamla klukkan brast og
ekki tókst að fá í hana hljóm aftur.
Árið 1977 var settu upp ljósakross.
Hann er gjöf frá Guðjóni Magnússyni
frá Þúfu, börnum hans, tengdabörnum
og barnabörnum, til minningar um Ein-
hildi Sveinsdóttur konu hans og dóttur
Guðrúnu Guðjónsdóttur frá Þúfu. Því
miður hefur gengið erfiðlega að hafa
krossinn í lagi.
Árið 1981 var skipt um járn á veggj-
um kirkjunnar og tréverk lagfært þar
sem með þurfti. Skipt var um 1 glugga
í skrúðhúsi. Verkið var unnið undir
stjórn Sigmundar Felixsonar, bygg-
ingameistara í Skipagerði. Um leið og
þessar framkvæmdir fóru fram var
reykháfurinn frá árinu 1937 felldur.
Árið 1985 var kirkjan máluð að
utan. Kjartan Halldórsson frá Steins-
mýri í Meðallandi málaði turninn og
gaf alla vinnuna og lagði til körfubíl.
Onnur málningarvinna var unnin af
Guðmundi Antonssyni, málarameistara
á Glæsistöðum og fleirum hér úr sókn.
Árið 1987 var komið fyrir 3 ljós-
kösturum utan við kirkjuna. Einn þeirra
er gefinn af Þóru Gissurardóttur og
Snorra Þorvaldssyni í Akurey 2. Hinir
kastaramir eru keyptir af kirkjunni.
Árið 1988 voru gluggar kirkjunnar
málaðir að innan, og raflögn endurbætt.
Árið 1993 voru gluggar kirkjunnar
málaðir að innan og málning lagfærð
að utan. í bæði skiptin annaðist Guð-
mundur Antonsson á Glæsistöðum
verkið.
Á síðustu árum hefur kirkjan orðið
fyrir vaxandi átroðningi vegna sam-
komuhalds í félagsheimilnu Njálsbúð.
Hefur nokkuð verið um rúðubrot af
þeim sökum, sem ekki hefur tekist að
koma í veg fyrir, eða fá bætt.
í tilefni að 60 ára afmæli Akur-
eyjarkirkju árið 1972 var stofnaður
Orgelsjóður við kirkjuna með stofn-
framlagi frá eftirtöldum aðilum:
Ungmennafélagið Njáll kr. 30.000
Vestur-Landeyjahreppur kr. 20.000
Benedikta E. Haukdal kr. 10.000
Samtals kr. 60.000
Sjóðseign 31. desember 1994 kr. 123.054
Sóknarprestar Akureyjarkirkju 1912-
1995
Sr. Þorsteinn Benediktsson var
sóknarprestur Sigluvíkursóknar þegar
Akureyjarsókn var stofnuð. Hann tók
við Landeyjaþingum árið 1905, og sat
á Krossi. Hann lét af embætti í fardög-
umárið 1919.
Sr. Sigurður Norland, frá Hindisvík
á Vatnsnesi, var kosinn sóknarprestur
13. júlí 1919 og þjónaði í 3 ár, frá 1919
til 1922 og sat á Bergþórshvoli.
Nágrannaprestar þjónuðu presta-
kallinu fram á haust 1924.
Sr. Jón Jónsson Skagan, vígðist til
Landeyjaþinga í október 1924 og var
kosinn sóknarprestur þar 22. mars
-127-