Goðasteinn - 01.09.1995, Page 136
Goðasteinn 1995
um bróður míns, Áma í Teigi, en hann
er ætíð vel ríðandi. Hestlánið þakkaði
ég svo:
Þúfærð, bróðir, þakkirnar,
þinn ei hróður dvínar.
Þessir góðu gæðingar
greiddu slóðir mínar.
Á árshátíð hestamannafélagsins
Sindra fyrir um 10 ámm gekk ég fram
hjá borði þar sem einn félagi minn sat.
Eg spurði hann hvers vegna hann færi
ekki að dansa. Hann svaraði: „Ég er
slæmur í afturfæti.“ Þetta svar var mér
í minni á heimleiðinni, og þá datt mér í
hug:
Mér blöskrar það alveg, ég segi það
satt,
að sjá hvernig maðurinn gengur.
Og líkast til er þetta annaðhvort
spatt
eða þá geldingastrengur.
Ég gerði ekki mikið af því að yrkja
um nemendur mína, enda er það flest
gleymt. Þó man ég nokkrar. Piltur einn
stóð í anddyrinu og horfði upp á kven-
nagang. Þá oert ég:
Holdsins girndir Harðar búk
hafa tekið fanginn.
Augun mæna ástarsjúk
upp á kvennaganginn.
Og þessi:
ívar risi upp á ný,
ástin tæki völdin,
kæmi beinabeygla í
bólið hans á kvöldin.
Það bar til hér á ámnum að ofsarok
olli miklum skaða hér undir Fjöllunum,
eldgos hófst í Vestmannaeyjum og
kokkur sem starfaði við mötuneyti
Skógaskóla fór á fyllerí. Þá datt mér í
hug:
Ekki er Drottins mundin mjúk,
margt sem þjakar okkur:
Rok og eldur, frost ogfjúk,
ogfullur Jói kokkur.
í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins var
spjótum beint að Eggerti Haukdal al-
þingismanni á þá lund að hlutaðeigend-
um gat skilist að hann hefði ekki mikið
vit í kollinum:
Það er afsem áður var
á þvífrœga setri:
Nú er hagur heimskunnar
hvergi talinn betri.
Ingólfur á Hellu hafði orð á sér fyrir
það að láta ekkert tækifæri ónotað í
héraði til að hitta menn að máli. M.a.
sótti hann flestar jarðarfarir, og skipti
þá engu hvort hann þekkti hinn látna
eða ekki. Eggert reyndi að fara sömu
brautir, þegar hann tók við:
134-