Goðasteinn - 01.09.1995, Page 137
Goðasteinn 1995
Eggert kom í Ingólfs stað,
orðinnfyrr en varir
sérstaklega seigur að
sœkja jarðarfarir.
Ólafur Ólafsson fyrrum kaupfélags-
stjóri á Hvolsvelli sat um skeið á Al-
þingi sem varaþingmaður. Það var í
frásögur fært að þegar hann flutti sína
jómfrúrræðu var hann svo stórorður að
forseti sá ástæðu til að ávíta hann:
Inn á þingfór Ólafur,
eina ræðuflutti.
Þar með varð hann þjóðkunnur
- þetta gat sá stutti.
Einu sinni á björtum sumardegi var
ég úti í sveit og hitti þá Geira í Hlíð,
sem ætlaði að gera sér dagamun og
bregða sér á hestbak. Þá datt mér í hug:
Hleypir stundum Geir um grund,
gutlar vasafleygur.
Hann er aðfara að hitta sprund
- helvíti er hann seigur.
Fyrir um 20 árum gerðu menn það
sér til skemmtunar að fá hagorða menn
til að svara spurningum í ljóði. Spurt
var: Hvaða ráð viltu helst gefa þeim
sem hafa ekki náð sér í konu?
Komdu þegar kvöldafer,
kysstu hana glaður.
Hitt kemur afsjálfu sér,
sannaðu það, maður.
Önnur spurning: Langar þig til að
horfa á nektardans? Þessu svaraði ég
svo:
Þó að hingað sæki okkur danskar
drósir heim,
sem dillandi úr spjörum sínum fara,
þá er égfyrir löngu síðan orðinn
einn afþeim,
sem ekki þykir nóg að horfa bara.
Þá var ég beðinn að lýsa samskipt-
um mínum við Bakkus. Því svaraði ég
svo:
Gamli Bakkus gafmérfrí,
gjalda ei mig krafði,
fannst mér varla veita afþví
viti sem ég hafði.
Eitt sinn var ég spurður hvenær ég
héldi að Gissuri í Selkoti hefði brugðið
mest á ævinni. Því var auðvelt að
svara. Eg orti:
Út úr honum eitt sinn var
öndin nærri sloppin,
er hann kennslukonunnar
kyssti hökutoppinn.
Þetta þarfnast frekari skýringar. Við
Jón Kristinsson frá Húsavík, þá skóla-
stjóri Barnaskólans í Skógum, skemmt-
um um skeið sveitarbúum á þorrablót-
um með ýmis konar gamansemi og
glettni. Við byrjuðum á því eitt sinn að
fá oddvitann og hreppstjórann, þá
Kristján í Drangshlíð og Gissur í Sel-
koti, til keppni. Við tókum um 50-60
135-