Goðasteinn - 01.09.1995, Page 138
Goðasteinn 1995
sm langan bandspotta og létum þá bíta
hvorn í sinn enda. Milli þeirra stóð
Guðbjörg Þórisdóttir, nú skólastjóri á
Selfossi, en þá 18 ára gömul kennslu-
kona, ung og glæsileg. Beit hún í miðju
bandsins. Keppendum var sagt að þeir
ættu að tyggja upp í sig bandið, og
fengi sá sem fljótari yrði kossinn frá
Guðbjörgu. Var nú bundið fyrir augu
þeirra, svo að þeir sæju ekki hvernig
hinum gengi og hófst svo atgangurinn.
Kristján fór varlega í sakirnar og
tuggði hægt, en Gissur með þeim mun
meiri ákafa. An þess þeir vissu var nú
skipt um á miðju bandinu, og kom í
stað yngismærinnar Jón Einarsson
kennari í Skógaskóla og sýslunefndar-
maður, en hann hafði þá nýlega fellt
Gissur úr sýslunefnd. Jón var með
virðulegan hökutopp, og þegar Gissur
komst í snertingu við hann hélt hann að
þetta væru hársrætur Guðbjargar og
leitaði hann ákaft að munni hennar um
allt andlit Jóns. Var þá bandið tekið af
augum hans.
Þá gerðum við Jón það einhverju
sinni til gamans að búa til fyrriparta á
gamlar vísur. Ég byrjaði:
Drekkur bjór og brennivín
Bjarni Drangshlíðingur.
Og Jón þóttist fljótur að botna:
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.
Þetta var á þeim árum er þeir deildu
um veiðirétt í Holtsósi, séra Halldór
Gunnarsson í Holti og Andrés Andrés-
son í Berjanesi. Ég byrjaði:
Eitt sinn hitti Andrés prest,
allur í tárumflóði.
Og Jón var ekki seinn til svars:
Ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
-136-