Goðasteinn - 01.09.1995, Page 140
Goðasteinn 1995
Safnahús í Skógum vígt
Sverrir Magnússon skólastjóri, Skógum
AVARP
flutt við vígslu nýbyggingar Byggðasafnsins í Skógum,
laugardaginn 9. september 1995
Háttvirtu ráðherrar, þingmenn, þjóð-
minjavörður og aðrir samkomugestir!
Fyrir hönd stjórnar Byggða- og
skjalasafnsins í Skógum býð ég ykkur
öll velkomin hingað í dag.
Við erum hér saman komin
til að verða vitni að vígslu
þessa glæsilega safnahúss
sem Rangárvallasýsla og
Vestur-Skaftafellssýsla,
eigendur safnsins, standa
að með þátttöku ríkissjóðs.
Það gleður mig að sjá hve
margir hafa þegið boð um
að vera viðstaddir þessa
vígsluathöfn.
Nú er liðin hálf öld síðan Þórður
Tómasson, safnvörður, hóf að safna
gömlum munum í sinni heimabyggð,
ýmsum gripum sem fólk var hætt að
nota og hafði lagt til hliðar. Einkasafn
Þórðar varð fyrsti vísir Byggðasafns
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga
sem stofnað var árið 1949. Þetta safn
er nú orðið að einu merkilegasta og
jafnframt fjölsóttasta byggðasafni
landsins, en svo er elju og áhuga
Þórðar fyrir að þakka. Þeir sem til
þekkja, vita að þetta safn
væri ekki það sem það er
í dag, hefði Þórðar ekki
notið við. Þórður hefur
helgað sig söfnun og
vörslu þjóðminja og náð
ótúlegum árangri í starfi.
Skógasafn er lifandi
safn, ef svo má að orði
komast, þar sem gestir fá
persónulega leiðsögn og
fræðslu. Um 25 þúsund
gestir sækja safnið heim
árlega og þau eru ekki mörg söfnin á
Islandi sem geta státað af slíkri aðsókn.
I byggða- og minjasöfnum landsins
er menningararfur þjóðarinnar varð-
veittur á áþreifanlegan hátt, fróðleiks-
sjóður fyrir komandi kynslóðir. Þangað
getur æska landsins sótt þekkingu um
lifnaðarhætti og lífskjör horfinna kyn-
-138-