Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 144
Goðasteinn 1995
nú Byggðasafn Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga í Skógum. í dag, á mikl-
um tímamótum í sögu þess, er ástæða
til að líta stundarkorn yfir farinn veg.
Ég man það eins og það hefði skeð í
dag. Ég kom til vinar míns, nágranna
og sálusorgara, sr. Jóns Guðjónssonar í
Holti á útmánuðum 1945 og ég sagði:
„Ég ætla að biðja þig að bera fram á
sýslufundi Rangæinga tillögu um það
að efnt verði til byggðasafns fyrir sýsl-
una.“ Hann svaraði: „Ég er búinn að
ákveða það.“ Tillagan var borin fram
og í fyrstu byggðasafnsnefnd var ég
svo kosinn með þeim ágætu mönnum
Guðmundi Erlendssyni hreppstjóra á
Núpi í Fljótshlíð og ísak Eiríkssyni
útibússtjóra á Rauðalæk. Tíminn var
hagstæður. Ný menningarbylgja var að
flæða yfir landið, bændur og búaliðar
voru að leggja til hliðar atvinnutæki
liðinna alda, þeirra beið eyðingin ein
nema einhver tæki sér fyrir hendur að
safna þeim saman. Ég gleymi aldrei
fyrstu ferðum mínum til fólksins sem
byggði Landeyjar í Rangárþingi árin
1946 og 1947. Hvarvetna var mér tekið
af vinsemd og skilningi. Aflögð áhöld
lágu laus fyrir í hendur hins ókunna
safnara sem innan skamms átti sér vini
og velgerðamenn í hinni rótgrónu
bændabyggð. Uti í Holtum og Land-
sveit tók Isak frá Asi til hendinni og
saman átti safnnefndin nýja sína fyrstu
fundi á höfðingsheimili Guðmundar og
Guðrúnar Pétursdóttur á Núpi. Hvað
áttum við svo að gera við þann safnvísi
sem saman var borinn? Það var í byrj-
un ekki svo augljóst. En hér í Skógum
byggðu Rangæingar og Vestur-Skaft-
fellingar sér menningarsetur af miklum
stórhug á eignarjörð sinni, Skógaskóla,
og svo vel tókst til að skólastjórinn,
Magnús Gíslason, var mikill unnandi
þjóðlegrar menningar, enda þjóðhátta-
fræðingur að mennt og síðar doktor á
því sviði. Til hans leitaði safnnefnd og
hann tók af fögnuði þeirri bón að skóli
hans tæki reifabarnið, byggðasafn
Rangæinga, í fóstur. í litlu kjallaraher-
bergi Skógaskóla var það svo sett upp
og aldur þess miða ég við upphaf skól-
ans 1. desember 1949. I dag get ég
sagt: „Mjór er mikils vísir.“
I austri, handan við Jökulsá, var
óplægður akur. Þar sat andans höfðing-
inn Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli og
nokkru austar á Víkursandi hafði hinu
sögufræga brimsandaskipi Pétursey
verið ráðið til hlunns í síðasta sinn.
Hvað lá beinna við en Vestur-Skaftfell-
ingar legðust á árina með Rangæingum
og tækju þátt í að byggja upp með
þeim aðra menningarstofnun á býli
þeirra í Skógum? Jón Halldórsson
kaupmaður í Suður-Vík gaf Skógasafni
Pétursey og hingað var skipið flutt í
desember 1951. Ári síðar gerðust Vest-
ur-Skaftfellingar aðilar að Skógasafni
fyrir frumkvæði Jóns Kjartanssonar
sýslumanns. Blessuð sé minning hans.
Ég minnist þess að Eyjólfur á Hvoli
fékk mér í hendur fyrstu peningana til
að byggja hús yfir Pétursey, skipið sem
faðir hans hafði stjórnað af mikilli
gæfu í meira en 3 áratugi. Ég minnist
þess einnig að það voru nemendur
Skógaskóla sem tóku á móti Pétursey
-142-