Goðasteinn - 01.09.1995, Page 148
Goðasteinn 1995
Frá vígslu safnahúss. — Ljósmyndir:
GSæm.
ekki vera. Takið orð mín ekki svo að
hér hafi eitthvað endanlegt verið gert.
Mörgu mun verða breytt og sé ég fyrir
mér að hér verði sett upp t.d. sýning
úrvals úr hinu merka minjasafni rann-
sókna í Borgarhólnum fram við sjóinn,
safni sem nú er varðveitt í Þjóðminja-
safninu.
Fleiri áform eru á döfinni varðandi
framtíðarsýningar í kjallara hússins.
Sérstök ástæða er til að nefna síma-
minjasafn sem sett var upp hér í sumar
af Sigþóri Sigurðssyni símaverkstjóra,
Boga Thorarensen á Hellu og Jóhanni
Einarssyni. Sigþór hafði safnað til þess
fulla þrjá áratugi og það er mjög mik-
ilsvert að eiga hér nú 80 ára símasögu
byggðanna.
Ákaflega margt hef ég að þakka
þegar ég lít yfir farinn veg. Ég er þakk-
látur sýslumönnum Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga, sýslunefndum og
héraðsnefndum sem hafa í hvívetna
haft góða hönd með í bagga í starfi
mínu og veitt mér þann stuðning sem
ég og safnið höfum þurft á að halda. Ég
þakka öllum sem með mér hafa starfað
í safnstjórn. Ég minnist með virðingu
þeirra sem farnir eru um móðuna
miklu, Jóns Þorsteinssonar í Norður-
Vík, Óskars Jónssonar alþingismanns,
Sveins Einarssonar á Reyni, Einars H.
Einarssonar á Skammadalshóli, ísaks
Eiríkssonar frá Ási, Guðmundar Er-
lendssonar á Núpi. Ég þakka skóla-
stjórum Skógaskóla sem alltaf hafa
látið sér mjög annt um málefni safnsins
og jafnframt starfað með mér í safn-
stjórn. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður og eftirmaður hans í starfi, Þór
Magnússon, eiga hlýjar þakkir mínar
fyrir að hafa látið sér annt um velferð
Skógasafns. Ég þakka arkitektum safn-
húss, þeim Stefáni Erni Stefánssyni og
Grétari Markússyni, svo og Gunnari
Ólafssyni verkfræðingi fyrir verk
þeirra og vinsamleg samskipti. Bygg-
ingarnefnd safnhúss hefur unnið frá-
bært starf og héraðsnefndir og fram-
kvæmdastjórar þeirra hafa allan tímann
haldið góðri vöku í fjármögnun fram-
kvæmda fyrir hönd fólksins sem á
safnið. Ég vil nefna nafn Jóns Þorgils-
sonar á Hellu, framkvæmdastjóra hér-
aðsnefndar Rangæinga. Hann sýndi
þessu verki einstakan velvilja og skiln-
ing og ég harma fráfall hans mjög um
-146-