Goðasteinn - 01.09.1995, Page 152
Goðasteinn 1995
þarfir fólks fyrir þennan félagsskap, og
þeir sátu ekki við orðin tóm heldur hóf-
ust handa um stofnun átthagafélags.
Rangæingafélagið var að myndast.
Mennirnir sem stofnuðu Rangæinga-
félagið áttu uppruna sinn í íslenskri
sveitamenningu í Rangárþingi og
höfðu verið virkir félagar í ungmenna-
félagshreyfingunni og haft að leiðar-
ljósi hugsjón hennar, „Islandi allt“.
Stofnun félags
Við skulum nú öll hverfa um stund
60 ár aftur í tímann, til 28. nóvember
1935, en þá var haldinn undirbúnings-
fundur fyrir stofnfund Rangæinga-
félagsins að Hótel Borg, herbergi nr.
203. A. J. Johnson bankagjaldkeri boð-
aði til þessa fundar. Hann sóttu 11
manns, ættaðir úr öllum hreppum sýsl-
unnar. A. J. Johnson skýrði frá þeirri
hugsun er að baki þessarar félagsstof-
nunar lægi, en hún var í stuttu máli
þessi:
1. Að safna fróðleik um héraðið
eldri og yngri.
2. Að reyna að verða Rangárhéraði
að liði á einhvem hátt.
3. Að koma á meiri kynnum milli
reykvískra Rangæinga en áður.
Nefnd var kosin til þess að gera
uppkast að lögum félagsins, en hana
skipuðu: A. J. Johnson, Ragnar Olafs-
son og Andrés Andrésson.
Stofnfundur Rangæingafélagsins var
haldinn þann 12. desember 1935 í
Kaupþingssalnum í Reykjavík. I fyrstu
stjórn félagsins voru kosnir: A. J. John-
son formaður frá Marteinstungu.
(Ágúst Jón Kristjánsson hét hann réttu
nafni og hafði flutt um tíma til Vestur-
heims.), Andrés Andrésson frá Hemlu,
Gústaf Pálsson frá Skógum, Ragnar
Ólafsson frá Lindarbæ og Vigfús Guð-
mundsson frá Keldum.
Fyrsta fulltrúaráð félagsins var skip-
að eftirtöldum mönnum:
Fyrir Ásahrepp: Felix Guðmunds-
son og Bogi Ólafsson.
Fyrir Holtahrepp: Ingimundur Bene-
diktsson.
Fyrir Landmannahrepp: Guðni
Árnason.
Fyrir Rangárvallahrepp: Hákon
Guðmundsson og Skúli Thorarensen.
Fyrir Hvolhrepp: Gissur Berg-
steinsson.
Fyrir Fljótshlíð: Sighvatur Brynj-
ólfsson og Ólafur Oddsson.
Fyrir V-Landeyjahrepp: Bjarni
Bjarnason.
Fyrir A-Landeyjahrepp: Sveinn Sæ-
mundsson.
Fyrir V-Eyjafjallahrepp: Sighvatur
Einarsson og Sigríður Sighvatsdóttir.
Fyrir A-Eyjafjallahrepp: Óli B.
Pálsson.
Fyrstu endurskoðendur félagsins
voru Ragnar Hjörleifsson og Stefán
Ólafsson.
Allra þessara brautryðjenda minn-
umst við með virðingu og þökk.
Fljótlega hóf nýstofnað Rangæinga-
félag öflugt félagsstarf með fjölmennu
Rangæingamóti að Hótel Borg þann
13. febrúar 1936. Þar söng bæði bland-
aður kór og karlakór félagsins. Ræður
voru haldnar, spilað á spil og síðan
-150-