Goðasteinn - 01.09.1995, Page 153
Goðasteinn 1995
dansað langt fram á nótt. Frá þessu
Rangæingamóti var útvarpað ræðu for-
manns og þá var fluttur Héraðssöngur
Rangæinga „Inn í faðminn fjalla þinna
fagra gamla Rangárþing“ eftir Þorstein
Gíslason, og var þeim söng einnig út-
varpað.
Eftir stofnun félagsins var lagður
grunnur að starfsemi þess. Formað-
urinn A. J. Johnson taldi afar mikil-
vægt fyrir vöxt og viðgang félagsins að
það ætti sameiginlegt áhugamál í hér-
aðinu, sem félagsmenn vildu hlynna að
af fremsta megni. Kvaðst hann ekki
koma auga á neitt heppilegra en að
reyna að græða upp eitthvað sandsárið
á Rangárvöllum og reyna að klæða það
á ný gróðri og skógarlundum með það
fyrir augum að síðar gætu reykvískir
Rangæingar haft sumarbústaði sína þar.
Aleit formaðurinn að þetta væri vel
kleift ef allir væru samhuga og sam-
taka.
Draumurinn um Rangæingagarð
rættist ekki. En sandsárin á Rangár-
völlum hafa gróið upp á seinni árum.
Svo er fyrir að þakka Landgræðslu rík-
isins og því átaki sem þar hefur verið
unnið að í mörg ár. Rykmökkurinn á
Rangárvöllum er horfinn, en við þurf-
um stöðugt að sinna landgræðslumál-
um, og veit ég að það verk er í góðum
höndum hjá landgræðslustjóra.
Fjölbreytt félagsstarf
Félagsstarf fyrstu áranna var mjög
fjölbreytt. M.a. voru reglulega haldnir
fjölmennir skemmtifundir. Erindi voru
flutt, kvikmyndasýningar eða skugga-
myndasýningar. Spilað var á spil, og
oftast var sungið og dansað langt fram
eftir nóttu. Arlegt sumarferðalag var
farið og oftast austur í Rangárþing og
það tengdist fjölmennum útihátíðum.
Þann 5. júlí 1936 var t.d. farin
skemmtiferð í Hraunteig. Þangað komu
150 manns úr Reykjavík og þegar flest
var á mótinu voru þar 450 til 500
manns. Rangæingamót í Reykjavík var
haldið árlega, og störfuðu innan félags-
ins bæði blandaður kór og karlakór.
Um söfnun fróðleiks úr Rangárþingi
var mikið fjallað. Héraðssögu Rangæ-
inga átti að gefa út. Vigfús Guðmunds-
son safnaði fróðleik í héraði og Björn
Þorsteinsson skrifaði sögu landnám-
sins, og skv. fundargerðabókum vant-
aði aðeins herslumuninn að hann lyki
við hana. Sögunefnd starfaði innan
Rangæingafélagsins og hana skipuðu
A. J. Johnson, Vigfús Guðmundsson og
Finnbogi Arndal. Sr. Sigurður Einars-
son og Björn Þorsteinsson komu þar
einnig við sögu. Það segir sig sjálft að
hér hefur verið safnað miklum fróðleik,
þrátt fyrir að ekkert af honum hefur
verið gefinn út. Væri það verðugt verk-
efni Rangæingafélagsins og Héraðs-
nefndar Rangárþings að taka höndum
saman við slíkt verk og vinna úr því
efni sem þessir ágætu menn hafa fund-
ið til.
Rangæingafélagið lét gera kvik-
mynd af Heklugosinu 1947; myndina
tók Kjartan O. Bjarnason. Einnig gerði
Kjartan mynd úr Rangárvallasýslu árið
1954.
-151-