Goðasteinn - 01.09.1995, Side 155
Goðasteinn 1995
ilvægur innan félagsins. Formaður var
Sigríður Ingimundardóttir.
Árið 1975 hóf Rangæingafélagið
samkomur fyrir eldri Rangæinga og
aðra gesti í Safnaðarheimili Bústaða-
kirkju að lokinni guðsþjónustu. Á þess-
ari samkomu var og er boðið upp á
kaffiveitingar, kór félagsins syngur og
ávörp hafa verið flutt. Þetta hafa verið
einhverjar fjölmennustu samkomur fé-
lagsins.
Árið 1955 var stofnaður bridge-
klúbbur í Rangæingafélaginu, en starf-
semi hans varð ekki samfelld. En frá
árinu 1976 hefur bridgedeild félagsins
starfað með miklum myndarbrag allt
fram á þennan dag. Formaður deild-
arinnar var lengstum Sigurleifur Guð-
jónsson, og núverandi formaður er
Loftur Pétursson.
Stjórn Rangæingafélagsins ásamt
skemmtinefnd hefur staðið fyrir kvöld-
vöku á hverju hausti og fjölmennum
spilakvöldum. Aðalhátíð ársins er árs-
hátíð félagsins. Á árshátíðinni kemur
fram kór félagsins, ræður og ávörp eru
flutt, og stundum er vísnasamkeppni og
fleira sér til gamans gert. Að lokum er
stinginn dans. I mörg ár hafa gestir úr
Rangárþingi setið árshátíð Rangæ-
ingafélgsins sem sérstakir heiðursgestir
þess. Hafa þeir verið fulltrúar heima-
manna, flutt ávörp og kveðjur og hefur
þessi venja gefist mjög vel. Sumar-
ferðalög félagsins eru árviss og í seinni
tíð orðin mjög fjölmenn og eru því
ánægjulegur þáttur félagsstarfsins.
Formenn Rangæingafélagsins frá
upphafi hafa verið 14 talsins. Fyrsti
formaðurinn hét Ágúst Jón Kristjáns-
son frá Marteinstungu í Holtum ( A. J.
Johnson). Hann var formaður frá 1935
til 1937. Síðan tók við Sveinn Sæ-
mundsson frá 1938 til 1939, Óli B.
Pálsson 1940, Felix Guðmundsson
1941 til 1943, Andrés Andrésson frá
1944 til 1946, þá tók aftur við félaginu
Sveinn Sæmundsson 1947, síðan Andr-
és Guðnason 1948 og 1949, Björn Þor-
steinsson 1950 til 1958, Árni Böðvars-
son 1959 til 1969, Ingólfur Jónsson
1970 til 1973, Jón Sigurðsson 1974 til
1976, Njáll Sigurðsson 1977 til 1979,
Alfreð Árnason 1980 til 1981, Dóra
Ingvarsdóttir 1982 til 1987, og síðan þá
Baldvin Einarsson.
Starfsemin sl. 10 ár
I tilefni 50 ára afmælis félagsins
árið 1985 setti þáverandi stjórn því
þrennskonar markmið. I fyrsta lagi að
byggja orlofshús í Rangárþingi. I öðru
lagi að gefa út vandað tímarit um sögu
félagsins. í þriðja lagi að halda veglega
afmælishátíð. Bygging orlofshússins að
Hamragörðum varð að veruleika. Sú
bygging var mikið átak í sögu félags-
ins. Það lögðust allir á eitt með að það
tækist sem best. Stjórnin fékk mikinn
fjárhagsstuðning og gjafir bæði frá fé-
lagsmönnum og Rangæingum í héraði.
Stórkostleg sjálfboðaliðsvinna var unn-
in, og unnið markvisst að þessu átaki.
Það hefur sýnt sig að þetta var rétt
ákvörðun. Húsið að Hamragörðum
hefur verið vel nýtt og koma þangað
allt að 300 manns á ári. Vegleg vígslu-
hátíð var haldin í maí 1987 bæði við
-153-