Goðasteinn - 01.09.1995, Page 156
Goðasteinn 1995
húsið og í félagsheimilinu að Heima-
landi. Sótti þessa hátíð fjöldi fólks úr
Reykjavík sem og úr héraði. Hamra-
garðanefnd fékk nýtt hlutverk með
þessu nýja húsi. Hún sér um viðhald og
alla umsjón og eftirlit. Allt er þetta gert
í sjálfboðaliðsvinnu sem áður. Gamla
húsið er komið í umsjón Vestur-Eyja-
fjallahrepps og komið úr umsjón fé-
lagsins. Umönnun þessa gamla húss
var Hamragarðanefnd til sóma undir
stjóm Ragnars Jónssonar og eiginkonu
hans. Ég fullyrði að öll leyfi sem þurfti
til þess að byggja nýja húsið hefðu ekki
fengist nema vegna þess að Rangæ-
ingafélagið hafði verið til fyrirmyndar
með umsjón og umönnun á staðnum.
50 ára afmælishátíð félagsins sem
var haldin á Heimalandi þann 4. maí
1985 var með fjölmennustu hátíðum
sem haldin hefur verið hjá félaginu.
Hana sóttu á sjötta hundrað manns.
Fjölbreytt skemmtidagskrá var í boði,
þar sem Rangæingafélagið flutti
sýnishorn af menningarstarfsemi sinni.
M.a. söng kór Rangæingafélagsins, og
karlakór Rangæingafélagsins söng
einnig, en hann hafði verið stofnaður í
tilefni af 50 ára afmælinu. Nýr fáni
Rangæingafélagsins sem Jóndi í Lamb-
ey teiknaði var kynntur, ræður fluttar
og síðan stiginn dans fram eftir nóttu.
Síðustu 10 árin hefur félagið haldið
áfram hefðbundinni starfsemi. Núver-
andi stjórn hefur hug á að festa kaup á
húsnæði í Reykjavík fyrir starfsemina
en félagið hefur til þessa tæplega haft
fjárhagslegt bolmagn til þess. Til þess-
ara fjárfestinga var stofnaður bygg-
ingasjóður félagsins árið 1991. Kór-
starfsemi, spilamennska, ferðalög og
árshátíð eru meginverkefni félagsins
nú, og verða áfram.
Lokaorð
íslendingar eiga mikil tækifæri til
framfara og farsældar. Aldrei fyrr höf-
um við getað notið eins vel ávaxtanna
af starfi liðinnar kynslóðar sem undir-
bjó jarðveginn fyrir líf okkar og starf.
Þó að oft syrti að í fjármálaheimi okk-
ar, m.a. vegna misviturra stjórnenda,
megum við ekki láta blekkjast, heldur
ganga hugrökk mót framtíðinni. ísland
er land framtíðarinnar.
Andstæður dreifbýlis og þéttbýlis
eiga ekki að vera tvær andstæðar fylk-
ingar sem er teflt saman, heldur eigum
við að vinna saman um öll góð málefni
til heilla landi og þjóð. Þess óska ég af
alhug okkur öllum til handa.
Ég lýk þessu með ljóði Matthíasar
Jochumsonar
Græðum saman mein og mein
metumst ei við grannann.
Fellum saman stein við stein
styðjum hverjir annan.
Plöntum, vökvum rein við rein,
ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein ?
Allir leggi saman.
Megi allar góðar vættir vaka yfir
okkur og okkar fagra héraði Rangár-
þingi og því fólki sem þar býr.
(Flutt 18. mars 1995 á árshátíð
Rangæingafélagsins. Erindið birtist hér
örlítið stytt.)
-154-