Goðasteinn - 01.09.1995, Page 162
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Au stur-Eyjafj allahreppur
íbúar í Austur-Eyjafjallahreppi voru
187 talsins 1. desember 1994, 89 konur og
98 karlar. Hafði hreppsbúum fækkað um 5
frá árinu á undan, en þá voru 93 konur og
99 karlar búsettir í sveitinni. Alls eru 48
heimili í hreppnum, þar af 15 í þéttbýlis-
kjarnanum í Skógum.
Kosningar vorið 1994
I sveitarstjórnarkosningunum vorið
1994 voru 137 á kjörskrá og atkvæði
greiddu 133. Kjörsókn var 97,08%. Tveir
listar voru í kjöri, E-listi, listi áhugafólks
um sveitarstjómarmál og L-listi, listi sam-
stöðu um eyfellska framþróun. Atkvæði
féllu þannig að E-listi hlaut 71 atkv. og L-
listi 62.
Eftirtaldir hlutu kosningu í hreppsnefnd
sem aðalmenn:
Margrét Einarsdóttir, Skógum
Asta Laufey Sigurðardóttir, Skógum
Ólafur Tryggvason, Raufarfelli
Sigurður Sigurjónsson, Ytri-Skógum
Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri.
A fyrsta fundi nýkjörinnar hrepps-
nefndar var Margrét Einarsdóttir kjörin
oddviti.
Framkvæmdir
Fimm bændur í hreppnum tóku sig
saman og hófu borun eftir heitu vatni í
landi Raufarfells. Borað var niður á 560
metra dýpi og gaf holan um 4 1/sek. af
tæplega 50° C heitu vatni. Þar sem árangur
var þetta góður var ákveðið að virkja hol-
una og nú hafa allir bæirnir fengið
hitaveitu, en þeir eru: Selkot, Raufarfell 1,
Raufarfell 2, Rauðafell 3 og Rauðafell 4.
Ólafur Tómasson í Skarðshlíð 1 hóf
einnig boran eftir heitu vatni á árinu. Var
borað niður á 450 m dýpi í þessum áfanga,
en Ólafur hyggst halda áfram borun síðar.
Árið 1989 hófust framkvæmdir við
byggingu nýs safnahúss Byggðasafnsins í
Skógum á vegum héraðsnefnda Rangæ-
inga og V.-Skaftfellinga. Byggingar-
kostnaður verður um 60 millj. króna.
Verkinu miðar vel áfram og eru verklok
áætluð haustið 1995. Bygging þessa húss
mun gjörbreyta aðstöðu safnsins hvað
varðar sýningar og geymslu á munum, auk
þess sem fræðimönnum verður sköpuð
aðstaða til rannsókna. Þetta er lofsvert
framtak í menningarmálum og sýnir vel
þann skilning sem ríkir meðal sveitar-
stjórnarmanna á svæðinu á mikilvægi
safnsins og þess starfs sem þar er unnið.
I haust var tekin fyrsta skóflustunga að
safnkirkju við Byggðasafnið í Skógum
sem teiknuð er í 19. aldar stíl og mun rúma
um 60 manns í sæti. Byggðasafnið,
Skógaskóli og Eyvindarhólasókn standa að
byggingunni. Er ætlunin að verkinu verði
lokið á árinu 1996.
Landbúnaðarmál
Austur-Eyjafjöll er búsældarleg sveit
og víða stendur landbúnaður með blóma,
þótt bændur hér hafi orðið að taka á sig
framleiðsluskerðingu undanfarin ár eins og
annars staðar á landinu. Fjögur búgreina-
félög eru starfandi í hreppnum, þ.e. bún-
aðarfélag, sauðfjárræktarfélag, nautgripa-
ræktarfélag og hrossaræktarfélag. Fjöldi
bújarða var 29 í árslok.
Auk hefðbundins landbúnaðar hafa
nokkrir bændur stundað kornrækt með
góðum árangri, en Eggert Ólafsson, bóndi
á Þorvaldseyri er brautryðjandi komræktar
undir Eyjafjöllum. Hann hóf að rækta bygg
um 1960. Sonur hans, Ólafur, er nú býr á
Þorvaldseyri hefur haldið þessu starfi
áfram. Hefur hann gert tilraunir með ýmis
afbrigði af byggi og vorið 1994 sáði hann í
-160-