Goðasteinn - 01.09.1995, Page 162

Goðasteinn - 01.09.1995, Page 162
ANNALAR Goðasteinn 1995 Sveitarfélög Au stur-Eyjafj allahreppur íbúar í Austur-Eyjafjallahreppi voru 187 talsins 1. desember 1994, 89 konur og 98 karlar. Hafði hreppsbúum fækkað um 5 frá árinu á undan, en þá voru 93 konur og 99 karlar búsettir í sveitinni. Alls eru 48 heimili í hreppnum, þar af 15 í þéttbýlis- kjarnanum í Skógum. Kosningar vorið 1994 I sveitarstjórnarkosningunum vorið 1994 voru 137 á kjörskrá og atkvæði greiddu 133. Kjörsókn var 97,08%. Tveir listar voru í kjöri, E-listi, listi áhugafólks um sveitarstjómarmál og L-listi, listi sam- stöðu um eyfellska framþróun. Atkvæði féllu þannig að E-listi hlaut 71 atkv. og L- listi 62. Eftirtaldir hlutu kosningu í hreppsnefnd sem aðalmenn: Margrét Einarsdóttir, Skógum Asta Laufey Sigurðardóttir, Skógum Ólafur Tryggvason, Raufarfelli Sigurður Sigurjónsson, Ytri-Skógum Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri. A fyrsta fundi nýkjörinnar hrepps- nefndar var Margrét Einarsdóttir kjörin oddviti. Framkvæmdir Fimm bændur í hreppnum tóku sig saman og hófu borun eftir heitu vatni í landi Raufarfells. Borað var niður á 560 metra dýpi og gaf holan um 4 1/sek. af tæplega 50° C heitu vatni. Þar sem árangur var þetta góður var ákveðið að virkja hol- una og nú hafa allir bæirnir fengið hitaveitu, en þeir eru: Selkot, Raufarfell 1, Raufarfell 2, Rauðafell 3 og Rauðafell 4. Ólafur Tómasson í Skarðshlíð 1 hóf einnig boran eftir heitu vatni á árinu. Var borað niður á 450 m dýpi í þessum áfanga, en Ólafur hyggst halda áfram borun síðar. Árið 1989 hófust framkvæmdir við byggingu nýs safnahúss Byggðasafnsins í Skógum á vegum héraðsnefnda Rangæ- inga og V.-Skaftfellinga. Byggingar- kostnaður verður um 60 millj. króna. Verkinu miðar vel áfram og eru verklok áætluð haustið 1995. Bygging þessa húss mun gjörbreyta aðstöðu safnsins hvað varðar sýningar og geymslu á munum, auk þess sem fræðimönnum verður sköpuð aðstaða til rannsókna. Þetta er lofsvert framtak í menningarmálum og sýnir vel þann skilning sem ríkir meðal sveitar- stjórnarmanna á svæðinu á mikilvægi safnsins og þess starfs sem þar er unnið. I haust var tekin fyrsta skóflustunga að safnkirkju við Byggðasafnið í Skógum sem teiknuð er í 19. aldar stíl og mun rúma um 60 manns í sæti. Byggðasafnið, Skógaskóli og Eyvindarhólasókn standa að byggingunni. Er ætlunin að verkinu verði lokið á árinu 1996. Landbúnaðarmál Austur-Eyjafjöll er búsældarleg sveit og víða stendur landbúnaður með blóma, þótt bændur hér hafi orðið að taka á sig framleiðsluskerðingu undanfarin ár eins og annars staðar á landinu. Fjögur búgreina- félög eru starfandi í hreppnum, þ.e. bún- aðarfélag, sauðfjárræktarfélag, nautgripa- ræktarfélag og hrossaræktarfélag. Fjöldi bújarða var 29 í árslok. Auk hefðbundins landbúnaðar hafa nokkrir bændur stundað kornrækt með góðum árangri, en Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri er brautryðjandi komræktar undir Eyjafjöllum. Hann hóf að rækta bygg um 1960. Sonur hans, Ólafur, er nú býr á Þorvaldseyri hefur haldið þessu starfi áfram. Hefur hann gert tilraunir með ýmis afbrigði af byggi og vorið 1994 sáði hann í -160-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.