Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 165
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Sveitarfélög
Leikfélag Austur-Eyfellinga. Frá uppfœrslu Orrustunnar á Hálogalandi í leik-
stjórn Jóns Kristinssonar. Leikendur (frá vinstri): Asdís Baldvinsdóttir, Örn
Sveinbjarnarson, Asbjörn Oskarsson, Guðrún S. Möller, Lilja Sigurgeirsdóttir,
Ingólfur Björnsson, Ingimundur Vilhjálmsson og Guðrún Inga Sveinsdóttir.
Stjórn félagsins skipa þau Guðrún Inga
Sveinsdóttir, formaður, Gunnar Sigurðsson
gjaldkeri og Sigurður Björgvinsson ritari.
Skógaskóli - framhaldsskólinn í
Skógum
Árið 1946 var hafin bygging Skóga-
skóla eftir teikningu Guðjóns Samúels-
sonar húsameistara. Skólinn tók formlega
til starfa haustið 1949 og var starfræktur
sem héraðsskóli Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga fram til ársins 1991. Þá var
honum breytt í tveggja ára framhaldsskóla
sem starfar í nánum tengslum við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi. Auk
þess er við skólann grunnskóladeild (þ. e.
9. og 10. bekkur) fyrir nemendur úr næsta
nágrenni skólans. Þetta fyrirkomulag hefur
gefist mjög vel og hefur nemendum í fram-
haldsdeild fjölgað verulega.
A vormisseri 1994 voru 19 nemendur í
grunnskóladeild, 23 á 1. ári framhalds-
skólans og 10 á öðru ári. Alls voru nem-
endur því 52. Á hausmisseri 1994 stund-
uðu 60 nemendur nám í skólanum, þar af
14 á 2. ári, auk 12 nemenda í grunnskóla-
deild. Samtals 72 nemendur. Er það mesti
fjöldi nemenda síðan honum var breytt í
framhaldskóla.
Vorið 1994 hættu störfum við skólann
þrír kennarar: Olafur Árni Traustason,
íþrótta- og stærðfræðikennari, Sigurjón
Mýrdal, stærðfræði- og raungreinakennari,
og Þórunn P. Sleight, ensku- og þýsku-
kennari. Haustið 1994 hófu þar störf Ægir
P. Ellertsson, tungumálakennari, Marteinn
Guðjónsson, stærðfræðikennari, og Tómas
Magnússon, íþrótta- og grunnskólakennari.
Auk þeirra voru við störf allt árið Heimir
Hálfdanarson, íslenskukennari, Guðmund-
ur Sæmundsson, íslensku- og dönskukenn-
ari, Margrét Einarsdóttir, vélritunarkennari
og Sverrir Magnússon skólastjóri.
-163-