Goðasteinn - 01.09.1995, Page 170
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Landeyja er rekið enn í dag með einni
jarðýtu. Búnaðarfélagið á einnig tæki til
jarðvinnslu, pípulagna og fleiri tæki sem
eru leigð út.
A 100 ára afmæli félagsins gaf Búnað-
arsamband Suðurlands því afreksbikar sem
veita skal til eins árs fyrir afrek á sviði
landbúnaðar. heimilismenningar, íþrótta
eða félagsmála. Þeir sem hlotið hafa
bikarinn eru:
Arið 1991: Sæbjörg Tyrfingsdóttir og
Guðlaugur Jónsson Voðmúlastöðum fyrir
snyrtimennsku og frábæran árangur í rækt-
un búfjár og jarðar.
Árið 1992: Alma Erna Ólafsson Álft-
arhól fyrir hennar þátt í uppbyggingu
sveitarinnar og framúrskarandi árangur í
skrúðgarðyrkju og plöntusöfnun.
Árið 1993: Bjarki Viðarsson Svana-
vatni fyrir góðan árangur í íþróttum og
námi.
Árið 1994: Birna Þorsteinsdóttir, Ólafur
L. Bjarnason, Freyr Ólafsson og Örvar
Ólafsson Stóru-Hildisey II fyrir fyrirmynd-
arbúrekstur, snyrtimennsku og frábæran
árangur í íþróttum.
Félagar í Búnaðarfélagi A.-Landeyja
eru 52, 10 konur og 42 karlar.
Stjórn skipa: Kristján Ágústsson Hólm-
um formaður, Björn Óskarsson Álftarhól
gjaldkeri og Garðar Guðmundsson Hólmi
ritari.
Kristján Agústsson.
Kornræktarfélögin Akrar s/f
og Akrafóður h/f
Komrækt í Austur-Landeyjum var með
svipuðum hætti árið 1994 eins og verið
hefur. Uppskera var góð. í verksmiðju
Akrafóðurs í Brúnum voru þurrkuð 136
tonn. Að mestu leyti er kornið notað til
Sveitarfélög
fóðrunar eigin gripa, en þó er alltaf eitt-
hvað selt. Á síðasta ári var komið upp
lokuðum klefa inni í húsinu til vinnslu
manneldiskorns. Jafnframt voru hannaðar
umbúðir fyrir korn á neytendamarkað í
heilt og hálft kg. undir vöruheitinu
„Toppkorn". Þessu hefur verið dreift í
nokkrar verslanir. Þá hóf Myllan h/f bak-
stur á brauðum úr korni frá Akrafóðri.
Þessi brauð heita Landeyjabrauð og eru
seld víða, m.a. í K.R. Hvolsvelli. Sala
þessara brauða gengur mjög vel. Einnig
hefur Magnúsarbakarí í Vestmannaeyjum
hafið framleiðslu á Landeyjabrauðum úr
komi frá okkur. Til þessara hluta fer orðið
töluvert magn af korni.
Þá hefur verið unnið að þróun og mark-
aðssetningu á reiðhestablöndu úr byggi og
höfrum undir nafninu „Hestaheilsa“. Sala
hefur gengið sæmilega. Eins og á síðasta
ári flutti Akrafóður í samvinnu við Ólaf á
Þorvaldseyri inn sáðkorn fyrir kombændur
bæði hér og annars staðar. Innflutningur
þessi tókst vel og hefur orðið til þess að nú
eru íslenskir bændur að fá sáðkorn á
svipuðu verði og erlendir stéttarbræður
enda hefur verð á sáðkorni lækkað allt að
helmingi við þetta framtak.
Við vinnum í nánu samstarfi við Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins með því að
leggja til land undir tilraunareiti ofl. I
staðinn sjáum við nú hilla undir að þeim
takist að kynbæta kornið þannig að upp
komi kornafbrigði sem betur hentar
íslenskum aðstæðum. Fyrstu tvö afbrigðin
fóru í fjölgun 1994.
Við væntum þess að 1996-97 verði
komið það mikið magn af þessu korni að
hægt verði að dreifa því til bænda í ein-
hverjum mæli. Fari svo sem við væntum er
sæmilega bjart framundan því áfram
verður haldið og alltaf em möguleikar á að
gera betur.
Magnús Finnbogason
-168-