Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 171
ANNALAR
Goðasteinn 1995
N autgriparæktarfélag
Austur-Landeyja
Árið 1994 voru 28 mjólkurframleið-
endur í Austur-Landeyjahreppi. Innlögð
mjólk var samtals 2.377.657 kg. Af þess-
um 28 framleiðendum vom aðeins 16 sem
héldu kúaskýrslur og verður það að teljast
heldur slakt hlutfall. Meðalnyt eftir
skýrslufærðar árskýr sem voru 417,8 var
samtals 4.063 kg. Meðalnyt hefur aukist á
undanförnum árum og notkun kjarnfóðurs
minnkað.
Starfsemi Nautgriparæktarfélagsins var
með hefðbundnu sniði á árinu, aðstoð var
veitt við kúa- og kvíguskoðun, fræðslu-
fundur þar sem farið var yfir niðurstöður
úr heysýnum og var útkoma heysýna held-
ur slök. Skemmtiferð var farin á vegum
félagins og var farið á „Árshátið bænda“
sem haldin var á Hótel Islandi. Aðalfundur
var svo haldinn í mars. Ljóst er að efla þarf
þátttöku í skýrsluhaldinu verulega frá því
sem nú er og auka eins og hægt er arðsemi
kúnna, því hart er í ári hjá íslenskum bæn-
dum
Stjórn Nautgriparæktarfélags Austur-
Landeyja er þannig skipuð: Haraldur
Konráðsson Búðarhóli formaður, Svavar
Sveitarfélög
Ólafsson Bólstað gjaldkeri og Björgvin
Guðmundsson Vorsabæ ritari.
Haraldur Konráðsson
Sauðfjárræktarfélagið
Kyndill
Starfsemi Kyndils var með hefðbundnu
sniði árið 1994. Nokkrir bændur skiluðu
skýrslum. Formaður félagsins er Guðlaug-
ur Jónsson Voðmúlastöðum.
Slysavarnardeildin Þróttur
Slysavarnardeildin Þróttur var stofnuð
1938. Stofnfélagar voru 60. Árið 1964
stofnuðu Þróttur í A-Landeyjum og Bára í
V-Landeyjum sameiginlega björgunarsveit
- Björgunarsveit Landeyja.
Helsta verkefni 1994 var að ljúka við
80 m“ viðbyggingu við hús Björgunar-
sveitarinnar, en byggingin stendur á Af-
fallsbökkum við Sléttaból. Einnig var unn-
ið að fjáröflun, s.s. með peru- og flugelda-
sölu. Björgunarsveitin hefur tekið þátt í
björgunaræfingum og farið í nokkrar leitir.
Auðunn Leifsson -
Þorsteinn Þórðarson.
Fljótshlíðarhreppur
íbúar 1. des. í Fljótshlíðarhreppi voru
21, þar af 90 konur og 123 karlar, hafði
fækkað um 3 frá síðasta ári. Á árinu fædd-
ist ekkert barn, 5 voru ferrnd í Hlíðarenda-
kirkju og í Fljótshlíðarskóla voru 26 börn.
Samkvæmt forðagæsluskýrslum var
búfé sett á haust 1994 sem hér segir: Naut-
gripir 924, sauðfé 4.841, hross 634, refir
126. Heyfengur 3.440.910 fe, fóðurþörf
2.187.680 fe.
Stórbruni
Stórbruni varð á Kirkjulæk 3. Nýleg
hlaða ásamt heyi og hluti af fjósþaki
brann. Mikil mildi var að logn var er
kviknaði í, ella hefðu fleiri hús orðið eld-
inum að bráð. Hlaðan var endurbyggð og
jafnframt stækkuð um leið. Einnig var
byggður gistiskáli á Eyvindarmúla, eitt
sumarhús var byggt, auk þess voru nokkrar
minniháttar byggingarframkvæmdir.
-169-