Goðasteinn - 01.09.1995, Page 175
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Ný sveitarstjórn
Eftir sveitarstjórnarkosningar 1994
urðu talsverðar breytingar í sveitarstjórn.
Sæmundur Holgersson, Ólafía Guðmunds-
dóttir af H-lista og Lárus Bragason af I-
lista létu af störfum. Sæmundur og Ólafía
höfðu setið í hreppsnefnd frá árinu 1990
og Lárus frá árinu 1992. Helga Þorsteins-
dóttir var kjörin oddviti nýrrar hrepps-
nefndar, en hún hefur verið oddviti frá því
árið 1989, Guðmundur Svavarsson var
kjörinn varaoddviti en Helgi Jóhannesson,
Tryggvi Ingólfsson og Sigurlín Óskarsdótt-
ir voru kjörin í hreppsnefnd. Helga,
Guðmundur og Helgi eru fulltrúar af H-
lista, lista áhugamanna um málefni
Hvolhrepps sem hlaut 279 atkvæði, eða
66,3% greiddra atkvæða. Tryggvi og
Sigurlín eru fulltrúar af I-lista, lista sjálf-
stæðismanna og annarra frjálslyndra sem
hlaut 185 atkvæði eða 33,7% greiddra
atkvæði. Þau Guðmundur, Helgi og Sig-
urlín eru ný í hreppsnefndinni, en Helga
hefur setið í hreppsnefnd frá árinu 1985 og
Tryggvi frá 1986.
Umhverfismál
Hreppsnefnd Hvolhrepps hefur lagt
mikið upp úr umhverfismálum og fegrun
umhverfis. Við tókum þátt í átakinu
„Hreint Suðurland“, samvinnuverkefni
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Verk-
fræðistofunnar Snertils. Farið var að
hverju býli í hreppnum, tekin vatnssýni,
fráveitumál könnuð, og ytri aðstæður
skoðaðar. Verkefnið verður unnið áfram og
kappkostað að koma þessum þáttum í gott
lag hvarvetna í hreppnum. Vatnsrannsóknir
hafa verið gerðar og er neysluvatn í
hreppnum mikið og mjög gott. Vatnsveita
er að nánast öllum býlum í Hvolhreppi. I
hreinleika og umhverfismálum felst mikill
framtíðarauður. Áfram er unnið að gróður-
setningu í hreppnum bæði á vegum sveit-
arfélagsins, Skógræktarfélags Rangæinga
og fyrirtækja. Hvolhreppur er einn af
stofnendum og hluthöfum í Vottunar-
stofunni Túni hf. sem gefur út vottorð fyrir
lífræna ræktun. í deiglunni er samvinnu-
verkefni Skógræktar rfkisins að Mógilsá
og Hvolhrepps um skjólbeltaræktun og