Goðasteinn - 01.09.1995, Side 180
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Rangárvallahreppur - Hella
Árið 1994 var kosið til sveitarstjórna.
Við kosningarnar vorið 1994 voru 553 á
kjörskrá í Rangárvallahreppi, 268 konur og
285 karlar. Á kjörstað greiddu 446 atkvæði
og 34 utankjörfundaratkvæði bárust. I
framboði voru tveir listar, K-listi almennra
hreppsbúa og S-listi sjálfstæðismanna og
óháðra áhugamanna um sveitarstjórnarmál
í Rangárvallahreppi. Kosningarnar fóru
þannig, að S-listi fékk 318 atkvæði og
fjóra menn kjörna og K-listi fékk 150
atkvæði og einn mann kjörinn. Þeir sem
hlutu kosningu af S-lista voru; Óli Már
Aronsson. Drífa Hjartardóttir, Ólafur Hró-
bjartsson og Sigurgeir Guðmundsson. Af
K-lista hlaut kosningu Viðar H. Steinars-
son. Á fyrsta hreppsnefndarfundi eftir
kosningar þ. 15. júní 1994 var Óli Már
Aronsson kosinn oddviti, Drífa Hjartar-
dóttir var kosin varaoddviti og Guðmundur
Ingi Gunnlaugsson var ráðinn sveitarstjóri.
í árslok 1994 voru 811 íbúar taldir vera
í Rangárvallahreppi við útgáfu bráða-
birgðatalna frá Hagstofu íslands, 392
konur og 419 karlar. Á aldrinum 0-18 ára
voru 260, á aldrinum 19-66 ára voru 476
og 67 ára og eldri voru 75. Endanleg tala
árið 1993 var 801 íbúi. Fjölgun milli ár-
anna er því 1,25%. Þann 1. desember 1989
voru 746 íbúar í Rangárvallahreppi og
hefur því fjölgað um 8,71% á fimm árum.
Á Hellu bjuggu 611 af íbúunum og í
sveitinni 200 íbúar. Vísir að þéttbýli er í
Gunnarsholti þó það sé talið til sveitar-
innar. I Gunnarsholti höfðu fasta búsetu þ.
1. desember 1994, 36 íbúar, auk þess sem
þar dvelja við störf tugir manna þegar mest
er um að vera. Á vistheimilinu í Gunnars-
holti eru oftast nærri 30 vistmenn.
Bústofn í sveitarfélaginu á hausti 1994
var: Nautgripir voru 984, þ.a. 405 kýr.
Sauðfé var 4.845 samtals, þ.a. 3.965 ær.
Hross voru 1.645, þ.a. 855 fullorðin.
Eitt verulegt tjón varð í bruna á árinu
1994, að Svínhaga á Rangárvöllum. Eldur
kom upp í íbúðarhúsinu á bænum og varð
það alelda á skammri stundu. Ábúendumir
sýndu mikið snarræði og kjark, þegar þeir
björguðu sér og börnum sínum út um
glugga á eldhúsinu. Talið er að kviknað
hafi í út frá rafmagni. Sem vonlegt var
tapaði fólkið öllum persónulegum eigum
sínum, auk þess sem það hafði ekkert
húsnæði að leita í á jörðinni. Ábúendumir
á Kaldbak brugðust höfðinglega við og
buðu fólkinu frá Svínhaga að búa í
ónotuðu íbúðarhúsi þar. Fjölmargir ein-
staklingar og fyrirtæki studdu fólkið með
gjöfum og framlögum m.a. Landsvirkjun,
sem lánaði heilt íbúðarhús til nokkurra ára,
sem nú er komið upp og er búskapur
óbreyttur að Svínhaga.
Árið 1994 var að öðru leyti almennt
gott mannlíf í Rangárvallahreppi og margt
ánægjulegt sem kom upp á. Hér á eftir
verður getið um nokkur atriði sem voru
minnisstæð:
Á hverju ári veitir hreppsnefndin
verðlaun fyrir snyrtimennsku og góða
umgengni til einstaklinga og fyrirtækja.
Veitt eru verðlaun fyrir; sveitabýli sem
þykir vera til fyrirmyndar, sumarbústað,
fyrirtæki og umhverfi þess og lóð og
íbúðarhús á Hellu. Árið 1994 hlutu eftir-
taldir verðlaun:
Sveitabýli: Lambhagi, ábúendur Ás-
gerður Sjöfn Guðmundsdóttir og börn
hennar.
Á Hellu: Heiðvangur 25, eigendur Auð-
unn Örn Gunnarsson og Hjördís Guðna-
dóttir.
-178-