Goðasteinn - 01.09.1995, Side 181
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
ANNÁLAR
Laufskálar 10, eigendur Ólafur
Hróbjartsson og Kristín Geirsdóttir.
Fyrirtæki: Fræverkunarverksmiðjan í
Gunnarsholti.
Sumarhús: Sumarbústaður Einars
Agústssonar og Jónu Sigurðardóttur í
Grafamesi.
Vígð var hringsjá á Gammabrekku við
Odda við hátíðlega athöfn þann 18. júní
1994 og var það liður í hátíðarhöldum
vegna 50 ára afmælis lýðveldisins þ. 17.
júní. Framtak þetta var styrkt af hrepps-
nefnd og héraðsnefnd sýslunnar. Vonast er
til að hringsjáin muni verða heimamönnum
og ferðafólki til ánægju og fróðleiks í
heimsóknum að Odda.
Þetta voru ekki einu framkvæmdirnar
sem tengdust Odda sérstaklega á árinu því
lokið var við að byggja upp veginn þangað
frá þjóðvegi nr. 1 og lagt var á hann bund-
ið slitlag. Þetta var aðeins mögulegt vegna
þess að hreppsnefndin, sem hafði reynt
allar leiðir árum saman til þess að fá fjár-
magn í þetta verkefni af vegalögum, en
ekki orðið ágengt, lagði fram fé í verkið.
Til þess að þetta yrði mögulegt tók
Rangárvallahreppur lán til þriggja ára fyrir
kostnaðinum. Þingmenn Suðurlands hafa
gefið vilyrði fyrir því að innan þess tíma
muni verða veitt fé af vegalögum til þess
að greiða framkvæmdakostnaðinn.
Lögð var lokahönd á skipulag miðbæjar
Hellu og fékkst það staðfest af skipulags-
yfirvöldum eftir nokkurt þóf. Nýja skipu-
laginu er ætlað að stuðla að þróun „mið-
bæjarsvæðis“ meðfram þjóðvegi nr. 1, sem
verður færður örlítið sunnar til þess að
tryggja greiða umferð um hann, um leið og
öryggi umferðar um „miðbæinn“ verður
aukið.
Neysluvatnsöflun á bæjum á Rangár-
völlum hefur oftast verið erfið. Abúendur á
nokkrum býlum á sunnanverðum Rangár-
völlum hófu athugun á því, hvort sam-
eiginleg vatnsveita fyrir alla bæina væri
möguleg. Rætt var við hreppsnefndina um
hvort sveitarfélagið gæti séð um fram-
kvæmdina og að vatnsveitan yrði þá hluti
af almennri vatnsveitu sem fyrir var á
Hellu. Úr varð að býlin fá vatn úr vatns-
veitu Hellu. Vegna erfiðleika í vatnsöflun
í Lambhaga og í Hjarðarbrekku var þegar
hafist handa um að leggja framtíðar-
stofnlögn frá Hellu að Óddavegi við af-
leggjarann að Hjarðarbrekku. Lögð var
dreifilögn að Lambhaga og Hjarðarbrekku
og þeir bæir tengdir við vatnsveituna
haustið 1994. Áður en fleiri býli verða
tengd við vatnsveituna, þarf vatnsveitan á
Hellu að afla meira vatns, þar sem notkun
er orðin jafnmikil og aðrennslið og því úr
litlu að spila eins og er.
Landsmót hestamanna var haldið á
Gaddstaðaflötum við Hellu vikuna 26. júní
til 3. júlí. Mikill fjöldi fólks sótti lands-
mótið sem að mestu fór fram í blíðskap-
arveðri við frábærar aðstæður. Margir
erlendir gestir, flestir þýskir, settu svip
sinn á mótshaldið. Að venju var hörð
keppni frægustu gæðinga landsins.
Nokkrir einstaklingar voru heiðraðir fyrir
mikil og góð störf að ræktun íslenska
hrossastofnsins þ.á m. Sigurður Har-
aldsson sem oftast er kenndur við Kirkju-
bæ á Rangárvöllum.
Stofnað var veiðifélag um vatnasvæði
afréttar Rangárvallahrepps. Að félaginu
standa lögbýlin í hreppnum sem að lögum
eiga veiðiréttinn á afréttinum. Ákveðið var
að fyrsta verkefni félagsins yrði að grisja
vötnin á afréttinum til þess að auka vaxtar-
líkur fiska í þeim. Félagið fékk styrk frá
sveitarfélaginu til þess að hefja þetta starf.
Formaður félagsins er Viðar H. Steinars-
son bóndi á Kaldbak.
Lfngur verkfræðingur, Sigbjörn Jóns-
son, sem er nýlega kominn heim frá námi í
Svíþjóð, settist að á Hellu með fjölskyldu
-179-