Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 186
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Asahreppur
íbúar í Áshreppi voru 134 fyrsta
desember 1994, eða einum færri en árið
áður. Þar af voru 64 karlar og 70 konur. Á
aldrinum 0-15 ára voru 26 íbúar, 16-66 ára
voru 88 íbúar og 67 ára og eldri voru 20
talsins. Heimili í Ásahreppi eru 37 og
sumarbústöðum fer fjölgandi. Þegar hafa
verið byggðir 18 bústaðir, en auk þeirra er
búið að úthluta 12 sumarbústaðalóðum, '
sem flestar eru í landi Króks.
/
Framkvæmdir í Asahreppi
Opnað var útboð í 23,7 krn af þjóð-
brautum í Ásahreppi 14. febrúar 1994.
Hjarðarnesbræður h/f áttu lægsta tilboð í
vegaframkvæmdirnar. Á fundi hrepps-
nefndar þann 28. febrúar var samþykkt að
hefja framkvæmdir að vori. Á almennum
hreppsfundi 1. mars, sem hreppsnefndin
boðaði til fékkst eindreginn stuðningur
fyrir samþykktum hreppsnefndar með at-
kvæðagreiðslu nær allra fundarmanna og
öflugu lófaklappi.
Vegaframkvæmdir hófust 27. maí, af
Hjarðamesbræðrum h/f og var unnið fram
í byrjun desember. Þá var búið um 30% af
verkinu. Ljúka á uppbyggingu þessara
vega og leggja á þá bundið slitlag á árinu
1995.
Lokið var byggingu sundlaugar við
Laugalandsskóla í Holtum og gengið frá
umhverfi laugarinnar. Sundlaugin er lOx
16,64 metrar, steypt og klædd með dúk frá
Seglagerðinni Ægi. Þá em við laugina tveir
heitir pottar með mismunandi hitastigi,
barnavaðlaug og rennibrautarlaug ásamt
31 metra langri rennibraut, sem virðist
vera mjög vinsæl meðal ferðamanna sem
og heimafólks. Þá var opnað sumarhótel að
Laugalandi sem lofar góðu.
Framkvæmdir einstaklinga
Jórunn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrf-
ingsson í Lækjartúni reistu gisti- og veit-
ingahús á Hrauneyjum. Byggingafram-
kvæmdir hófust í lok júlí og er húsið 780
m2 að stærð. Gistiherbergi eru 40 og rúma
66 gesti, en auk þeirra er eldhús, borðsalur,
setustofa og starfsmannaherbergi. Rekstur
hófst í lok ársins í hluta af húsnæðinu.
Byggt var íbúðarhús og sumarhús í
Króki og mjólkurhús á Berustöðum. Þá
hefur verið byggt fullkomið svínahús í
Hellnatúni og vélaskemma í Borgarholti.
Atvinnumál
Flestir Áshreppingar hafa atvinnu á
bújörðum sínum, en auk þess starfa nokkr-
ir við Dvalarheimilið Lund á Hellu, Slátur-
félag Suðurlands á Hvolsvelli og við
kennslu á Laugalandi svo eitthvað sé nefnt.
Þá er rekið stórt kjúklinga- og hænsnabú á
Ásmundarstöðum af Reykjargarði h/f, sem
veitir atvinnu í Ásahreppi og utan hans í
nokkrum mæli svo sem við kjúklingaslát-
urhúsið á Hellu.
Ferðaþjónusta er rekin í júlí og ágúst í
Versölum á Holtamannaafrétti, af Jórunni
og Sveini í Lækjartúni. Þar er bæði gisting
og veitingasala.
Landbúnaður
Heyfengur var á árinu nokkuð mikill að
magni en misjafn að gæðum. Heyjað var
alls 9257m3 af þyrrheyi og 14813 m3 af
votheyi sem er rúmum 684 þúsund fóður-
einingum umfram fóðurþörf. Kýr voru
220, geldneyti 173 og kálfar 106. Ær voru
2587, gemlingar 598 og hrútar 75. Hross
voru 1243, hænsni 14078, svín 229 og
minkar 470.
-184-