Goðasteinn - 01.09.1995, Page 191
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sóknir
Prestaköll og sóknir í
Rangárvallaprófastsdæmi
Sex prestaköll eru í Rangárvalla-
prófastsdæmi. Þau eru þessi:
1. Holtsprestakall, með Eyvindar-
hólasókn, Asólfsskálasókn og Stóra-
dalssókn. Sóknarprestur er sr. Halldór
Gunnarsson.
2. Bergþórshvolsprestakall, með Kross-
sókn og Akureyjarsókn. Sóknarprestur er
sr. Páll Pálsson.
3. Breiðabólsstaðarprestakall, með
Breiðabólsstaðarsókn og Hlíðarendasókn.
Sóknarprestur er sr. Sváfnir Sveinbjamar-
son, sem jafnframt er prófastur Rangár-
vallaprófastsdæmis.
4. Oddaprestakall, með Oddasókn,
Stórólfshvolssókn og Keldnasókn. Sóknar-
prestur er sr. Sigurður Jónsson.
5. Kirkjuhvolsprestakall, með Hábæjar-
sókn, Árbæjarsókn og Kálfholtssókn.
Sóknarprestur er sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir.
6. Fellsmúlaprestakall, með Skarðs-
sókn, Marteinstungusókn og Hagasókn.
Prestur er sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.
Þá er starfandi hvítasunnusöfnuður í
Rangárþingi, við Hvítasunnukirkjuna í
Kirkjulækjarkoti. Safnaðarhirðir er Hinrik
Þorsteinsson
Þessara prestakalla verður nú allra getið
hér á eftir, í sömu röð. Sé annars ekki
getið, eru annálamir frá sóknarprestunum.
Holtsprestakall
Eyvindarhólasókn
Sóknarböm árið 1994 voru alls 187. í
sóknarnefnd sátu Gunnar Sigurðsson Ey-
vindarhólum, formaður, Lilja Sigurgeirs-
dóttir Drangshlíðardal og Guðrún Tómas-
dóttir Skógum. Safnaðarfulltrúi var Albert
Jóhannsson Skógum.
Ásólfsskálasókn
Sóknarböm árið 1994 voru alls 111. Á
árinu 1994 barst sóknarnefnd tillaga um
stækkun og skipulag á kirkjugarði og
kirkjulóð frá umsjónamanni kirkjugarða.
Tillaga þessi var samþykkt á aðalsafn-
aðarfundi 13. febrúar 1994 og byrjað að
vinna eftir henni á því ári, þ.e. stækkun á
heimreið og bílastæðum. Þá var kirkjan
máluð að utan.
Þrif á kirkju og kirkjugarði eru unnin í
sjálfboðavinnu af sóknarbörnum.
í sóknarnefnd Ásólfsskálasóknar voru
kjömir 13. febrúar 1994:
Viðar Bjamason Ásólfsskála formaður,
Guðlaugur Einarsson Ystaskála og Guð-
mundur Ragnarsson Núpi. Safnaðarfulltrúi
er Einar Sveinbjarnarson Ystaskála.
Viðar Bjarnason
-189-