Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 193
ANNALAR
Sóknir
Goðasteinn 1995
Breiðabólsstaðarkirkju og 5 hjónavígslur
fóru þar fram. Almennar guðsþjónustur
voru sem næst mánaðarlega auk helgihalds
á hátíðum. Kirkjukór Fljótshlíðar leiðir
söng í báðum kirkjum prestakallsins.
Organisti og söngstjóri er Margrét Run-
ólfsson í Fljótsdal. Formaður kirkjukórsins
1994 var Guðmundur Svavarsson og aðrir
í stjórn Erna Sigurðardóttir og Daði Sig-
urðsson. Kirkjukórinn hefur nær vikulegar
söngæfingar, nema hvað þær eru færri yfir
sumarmánuðina frá júní til september.
Eins og undanfarin ár komu stærri og
smærri ferðamannahópar í kirkjuna, þ.á m.
frá söfnuðum og kvenfélögum á
höfuðborgarsvæðinu.
Breiðabólsstaðarkirkja var byggð 1911-
1912 eftir teikningu Rögnvaldar Olafs-
sonar, sem einnig teiknaði tvær aðrar
kirkjur í sama krosskirkjustíl, þ.e. Eíúsa-
víkurkirkju og Hjarðarholtskirkju í Dölum.
Á árinu 1994 var að frumkvæði sókn-
arnefndar og sóknarprests hafist handa um
gagngerar viðgerðir á kirkjunni undir yfir-
umsjón húsfriðunamefndar og arkitektanna
Stefáns Arnar Stefánssonar og Grétars
Markússonar.
Unnið var að viðgerðum á öllum glugg-
um kirkjunnar o.fl. og önnuðust verkið
þeir Sigurður Sigurðsson húsameistari í
Hvolsvelli og Oddgeir Guðjónsson fyrrv.
hreppstjóri og sóknarnefndarmaður, sem
um áratuga skeið hefur séð um viðhald
kirkjuhússins og leggur enn fram hugvit og
hagleik þótt orðinn sé 84 ára.
Haustið 1994 var einnig lögð gangstétt
úr náttúrlegum hellum frá sáluhliði að
kirkjutröppum. Var þá grafin upp gömul
hellulögn á 10-20 cm. dýpi og þær hellur
að mestu notaðar í nýju stéttina.
Þegar grafið var fyrir nýju gangstéttinni
fann Þorsteinn Jónsson frá Lambey, sem
verkið vann, fornan legstein um 40 crn
undir grassverði, aðeins um fet frá
suðurhorni á kirkjutröppum. Greinileg var
mikil áletrun á steininum, en erfitt úr að
lesa, svo máð sem letrið var og étið af
tímans tönn. Einnig var steinninn skreyttur
með línum og laufum allt um kring. Hann
er um 85 cm á lengd og 32 cm á breidd,
tilhöggvinn að ofan og til hliðanna, en ótil-
höggvinn og misþykkur neðan.
Steinninn var fluttur suður á Þjóðminja-
safn til rannsóknar og er þar enn. Hann er
talinn vera frá 16. eða 17. öld.
í sóknarnefnd 1994 eru: Jón Kristins-
son Lambey formaður, Guðbjörg Júlídóttir
Staðarbakka og Kristinn Jónsson Sáms-
stöðum. Safnaðarfulltrúi er Jón Kristinsson
Lambey.
Hlíðarendasókn
1. desember 1994 voru íbúar í Hlíð-
arendasókn 130. Konur 53 og karlar 77.
Þar af voru 36 undir 16 ára aldri og 13
eldri en 66 ára. Hafði sóknarbörnum
fækkað um 3 frá fyrra ári.
Árið 1994 voru 3 börn skírð í Hlíðar-
endakirkju og þar voru 5 böm fermd. Ein
hjónavígsla fór þar fram og ein jarðarför.
Guðsþjónustum var hagað þar líkt og í
Breiðabólsstaðarsókn, yfirleitt messað til
skiptis á þessum tveimur kirkjum.
Allt það sama gildir um kirkjukór og
áður segir um Breiðabólsstaðarsókn. Og
ekki er síður gestkvæmt á Hlíðarenda um
sumartímann, enda er það einn kunnasti
sögustaður landsins. Þangað kemur fjöldi
erlendra og innlendra ferðamanna, aðal-
lega vegna kynna við Njáls sögu. Fátt er
þar hægt að sýna þeim, nema kirkjuna.
Hún er byggð árið 1897 eftir að Teigs- og
Eyvindarmúlasóknir voru sameinaðar og
kirkjur þar niður lagðar.
Kirkjan nálgast nú aldarafmæli sitt og
hefur staðið fyrir sínu, með meiriháttar
viðgerð um 1950 og aftur 1976. Enn er
viðhalds þörf og hefur sóknarnefndin nú
fengið umboð til þess að ráðast í gagnger-
-191-