Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 194
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sóknir
ar endurbætur og viðgerðir á kirkjunni í
samráði við húsfriðunarnefnd og með til-
styrk sömu arkitekta og vinna við
Breiðbólstaðarkirkju. Framkvæmdir munu
hefjast 1995. Mun Sveinn Sigurðsson
húsameistari í Hvolsvelli sjá um þær.
í sóknarnefnd 1994 eru: Jón Ólafsson
Kirkjulæk formaður, Daði Sigurðsson
Barkarstöðum og Ólafur Þorri Gunnarsson
Bollakoti. Safnaðarfulltrúi er Margrét
Runólfsson í Fljótsdal.
Oddaprestakall
Oddasókn
íbúar Oddasóknar 1. des. 1994 voru
776 talsins. Safnaðarstarfið felst í hefð-
bundnum guðsþjónustum í kirkjunni,
helgistundum á Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu og bamastarfi sem að mestu leyti fer
fram á Hellu, einkum í grunnskólanum, en
samverur 9-12 ára barna og æskulýðs-
fundir hafa verið haldnir í félags-
miðstöðinni. í Odda var messað alls 16
sinnum, barnaguðsþjónustur í sókninni
voru 21 en aðrar guðsþjónustur, sem eink-
um eru helgistundir á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu voru 8 talsins. í Oddakirkju
voru á árinu 1994 skírð 14 börn, og 2 að
auki í heimahúsum í sókninni. 15 börn
fermdust í Oddakirkju, þar voru saman
gefin tvenn hjón og þaðan 3 til grafar
sungnir. Kirkjukór Oddakirkju starfar af
myndarbrag undir stjórn organistans,
Halldórs Óskarssonar.
Oddakirkja var reist árið 1924 eftir
teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsa-
meistara ríkisins, og vígð á 21. sunnudegi
eftir trínitatis það ár, sem þá bar upp á 9.
nóvember. 70 ára afmælis kirkjunnar var
minnst með veglegum hætti 21. sunnudag
eftir trínitatis, hinn 23. október 1994, þegar
sungin var hátíðarmessa í kirkjunni og
boðið til kaffisamsætis á Hellu að henni
lokinni.
Framkvæmdir við Oddakirkjugarð hafa
staðið yfir á vegum sóknarinnar á umliðn-
um misserum. Hefur garðurinn verið
stækkaður, ný girðing girt um hann og
bílastæði verið stækkað og lagt bundnu
slitlagi. Frekari framkvæmdir standa fyrir
dyrum í kirkjugarðinum til fegrunar, prýði
og þæginda fyrir sóknarbörn og staðar-
gesti, en Oddi verður æ fjölsóttari af ferða-
fólki.
Hringsjá var reist á Gammabrekku hjá
Odda og tekin í notkun 18. júní 1994. Að
verkinu stóðu Rangárvallahreppur og
Héraðsnefnd Rangæinga að tilhlutan
Oddafélagsins. Oddakirkjugarður stóð
einnig straum af hluta kostnaðar við
uppsetningu og frágang. Víðsýnt er af
Gammabrekku, og lætur nærri að þaðan
megi greina fjallahring sem umlykur ná-
lega 1/11 hluta Islands. Eru vandfundnir
staðir í byggð hér á landi sem státað geta
af slíku útsýni.
Að afloknum aðalsafnaðarfundi Odda-
sóknar vorið 1994 var sóknarnefnd þannig
skipuð:
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Hellu, for-
maður.
Jakobína Erlendsdóttir, Hellu.
Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði
ÍV.
Amþór Ágústsson, Hellu.
Einar Valmundsson, Móeiðarhvoli.
Stórólfshvolssókn
íbúar Stórólfshvolssóknar 1. des. 1994
vom 733 talsins. Safnaðarstarfið var í föst-
-192-