Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 195
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sóknir
um farvegi. Messað var 16 sinnum í Stór-
ólfshvolskirkju, og þar haldnar 19 barna-
samkomur. Öllum almennum guðsþjónust-
um er útvarpað um kapal á Dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli, svo heimilisfólk sem á
óhægt um vik, sem og aðrir sem kost eiga
á, geti hlýtt á og notið.
Árið 1994 voru skírð 5 börn í Stórólfs-
hvolskirkju, þar fermd 15 böm og þaðan 3
til grafar bornir.
Kirkjukór Stórólfshvolskirkju starfar
undir stjórn Gunnars Marmundssonar,
organista. Kórinn hefur um árabil staðið
fyrir aðventukvöldi í kirkjunni á 2. sunnu-
degi í jólaföstu.
Undangengin misseri hefur sóknar-
nefnd Stórólfshvolssóknar beitt sér fyrir
fegrun á nánasta umhverfi kirkjunnar og
stórlega endurbætt aðstöðu kirkjugesta og
aðkomu að kirkjunni. Reist hefur verið
lítið safnaðarhús þar sem er almennings-
snyrting og aðstaða fyrir starfsfólk kirkj-
unnar. Hellulögð hefur verið stétt upp að
kirkjunni og meðfram báðum hliðum
hennar, og aðgengi fyrir fatlaða bætt veru-
lega.
Lengi hafa verið uppi áform í sókninni
um nýja kirkjubyggingu. Núverandi kirkja,
sem reist var árið 1930, er aðeins ein í röð
margra er staðið hafa á Stórólfshvoli um-
liðnar 8 aldir, og er, eins og önnur mann-
anna verk, forgengileg. Að því mun reka
að hana þurfi að endurnýja, eða nýtt hús
leysi hana af hólmi. Þau mál eru í deigl-
unni.
Sóknarnefnd Stórólfshvolssóknar er
skipuð eftirtöldu fólki, sem allt er búsett á
Hvolsvelli:
Guðrún B. Ægisdóttir, formaður.
Guðlaug Oddgeirsdóttir.
Guðjón Guðmundsson.
Guðrún Ormsdóttir.
Jón Smári Lárusson.
Keldnasókn
íbúar Keldnasóknar 1. des. 1994 voru
77 talsins. Kirkjustarf í sókninni var næsta
hefðbundið. Messað er að jafnaði á tveggja
mánaða fresti í Keldnakirkju. og var svo
einnig árið 1994, messað alls 6 sinnum, og
voru þær guðsþjónustur sóttar af 348
manns, eða að meðaltali 58 í hverri guðs-
þjónustu. Tveir sveinar fermdust í Keldna-
kirkju á árinu 1994, þar voru saman gefin
ein og einn maður þaðan til grafar sunginn.
Organisti kirkjunnar er Halldór Óskarsson
frá Miðtúni, en kirkjukór starfar ekki við
kirkjuna.
Keldnakirkja er með eldri guðshúsum í
Rangárvallaprófastsdæmi, reist 1875. Er
hún í prýðilegu ástandi, búin ágætum grip-
um frá fyrri og síðari tímum, og er söfnuð-
inum og staðnum í einu og öllu til mikils
sóma.
Sóknarnefnd Keldnakirkju var þannig
skipuð árið 1994:
Drífa Hjartardóttir, Keldum, formaður.
Oddný Sæmundsdóttir, Gunnarsholti.
Skúli Lýðsson, Keldum.
Kirkjuhvolsprestakall
Hábæjarsókn
I Þykkvabæjarsókn, sem enn heitir
Hábæjarsókn á pappírum þótt við höfum
tekið upp nafnið Þykkvabæjarsókn og það
verði brátt lögmætt heiti, voru 200 manns
árið 1994.
I sóknarnefnd eru Páll Hafliðason Búð
formaður, Ágúst Gíslason Suður-Nýjabæ
og Helga Tyrfingsdóttir Tjörn.
-193-