Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 197
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sóknir
Fellsmúlaprestakall
Skarðssókn
I sókninni eru 116 sóknarbörn.
Sóknarnefnd skipa eftirtaldir: Guðni
Kristinsson Skarði, formaður, Elínborg
Sváfnisdóttir Hjallanesi og Margrét Gísla-
dóttir Vindási. Varasóknarnefnd: Valmund-
ur Gíslason Flagbjarnarholti, Fjóla Run-
ólfsdóttir Skarði og Olafur Andrésson
Húsagarði.
Safnaðarfulltrúi er Magnús Kjartansson
Hjallanesi.
Marteinstungusókn
Á næsta ári verður aldarafmæli ;
Marteinstungukirkju fagnað, en hún var
byggð og vígð árið 1896. Kirkju í
Marteinstungu er þegar getið í kirknaskrá
Páls Jónssonar, biskups frá unr 1200, og
þykir líklegt að Marteinstungukirkja hafi
verið orðin sóknarkirkja strax um 1096
þegar tíundarlög voru sett hér á landi.
Marteinstungukirkja tilheyrði lengst af
Efri-Holtaþingum, en með lögum frá 16.
nóv. 1907 voru þau lögð niður og kirkjan
lögð til Fellsmúlaprestakalls. Lengst af var
hún bændakirkja en árið 1917 var hún
tekin í umsjón og fjárhald safnaðarins.
Allmiklar viðgerðir hafa farið fram á
kirkjunni, þó einkum árið 1955 og síðan á
árunum 1992-3. Þá var nýr grunnur steypt-
ur og stálrammi settur undir kirkjuna. Öll
klæðning að utan var endurnýjuð og veggir
einangraðir. Einnig var skipt um þak og
það einangrað á nýtt og turninn endur-
byggður. Kirkjan er timburkirkja, hvít með
rauðu þaki.
í sóknarnefnd sitja: Sigrún Ingólfs-
dóttir, Götu, formaður, Jóna Valdimars-
dóttir, Raftholti, og Katrín Samúelsdóttir,
Pulu. Safnaðarfulltrúi er Olgeir Engil-
bertsson, Nefsholti.
í sókninni býr skv. síðustu íbúaskrá 71
einstaklingur.
Hagasókn
Hagakirkja var endurvígð eftir gagnger-
ar endurbætur þann 6. nóv. 1994. Hún var
upphaflega vígð 8. nóv. 1891 og því rúm-
lega aldargömul þegar ráðist var í það verk
að endurbyggja hana. Var hún verulega
farin að láta á sjá en keyrði um þverbak í
ofsaveðrinu í febrúar 1991, en þá fauk af
þak tumsins og hlífðarhurðimar rifnuðu af.
Var kirkjan þá þegar orðin missigin og
skökk af fúa í gólfborðum og vegna mis-
sigs í undirstöðum kirkjunnar, auk þess
sem hún var mjög illa farin bæði utan og
innan af vatnsskaða.
Sumarið 1992 var hafist handa við
viðgerð kirkjunnar og var ráðinn til
verksins Helgi Guðmundsson, trésmíða-
meistari á Selfossi en um málningarvinnu
innandyra sá Herbert Gránz, málarameist-
ari á Selfossi. Þeim til aðstoðar voru
heimamenn í sjálfboðavinnu eftir þörfum
og aðstæðum, en í allri þessari vinnu var
hlutur þeirra ekki hvað sístur. Yfirumsjón
og hönnun verksins var í höndum Hjörleifs
Stefánssonar, arkitekts húsafriðunarnefnd-
ar.
Kirkjunni var lyft af grunni, steyptur
nýr járnstyrktur sökkull. fylltur með
frostþolnu efni og hlaðið með grjóti að
utan svo að sýnilegur hluti undirstaðanna
er úr grjóti. Grind og gólfbitar endurbættir
verulega og utan um grindina sett tvöfalt
lag af vindþéttum pappa. Skipt var um
klæðningu að utan og klætt með sams-
konar klæðningu og var á kirkjunni í
upphafi. Nýir gluggar og gluggakarmar
-195-