Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 198
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sóknir
voru smíðaðir og tekið mið af glugga á
vesturhlið kirkjunnar sem sýndi upphaf-
lega gerð. Nýr dyraumbúnaður smíðaður
og var stuðst við ummerki sem komu í ljós
undir bárujárninu, og nýjar hlífðarhurðir.
Turninn var endurbyggður að mestu og
skipt um allt járn á þaki. Þá var rafmagn
lagt í jörð og rafmagnstaflan endurnýjuð.
Loks var kirkjan öll máluð steingrá en
gluggar og vindskeiðar með hvítum lit.
Þakið er enn ómálað en verður dökkgrátt.
Innandyra var nýtt gólf sett í kirkjuna
og nýr panill á langhliðar og austurgafl.
Kirkjubekkirnir endursmíðaðir að miklu
leyti, setan breikkuð um 7 sm og baksláin
lækkuð. Þeim fækkað um einn hvoru
megin, til að breikka bilið á milli þeirra
sem var óeðlilega þröngt. Kirkjan var
síðan öll máluð í upphaflegum litum eftir
því sem best var séð undir gömlum máln-
ingarlögum og fernisolía borin á gólfið.
Bekkimir málaðir sem og altarið og gráð-
urnar. Þá var prédikunarstóllinn lagfærður,
H vítasunnukirkj an
Starfssvæði kirkjunnar er Rangár-
vallasýsla og Skaftafellsýslur. Hún var
stofnuð árið 1950 af 8 einstaklingum, en
nú tilheyra kirkjunni 40 manns.
Tilgangur kirkjunnar er útbreiðsla
fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Sam-
komur eru haldnar þrisvar í viku. Sam-
komugestir á árinu voru 3.320. Einnig
voru samkomur haldnar víða í sýslunum.
Sætaferðir frá Akurhól í kirkjuna voru
annan hvern sunnudag. I vetur var starf-
andi krakkaklúbbur í kirkjunni. Einnig
vom samkomur fyrir ungt fólk.
Helsta eign félagsins er kirkjuhús sem
tekur 160 manns í sæti. Kennslusalur er í
húsinu fyrir 60 manns. Þá er þar loft-
salur/kaffisalur sem tekur um 120 manns.
stjörnur festar í hvelfingu eins og að öllum
líkindum var í upphafi, altaristaflan hreins-
uð og lagfærð svo og 3 minningartöflur.
Orgelið var einnig gert upp og ný ljós að
síðustu sett í kirkjuna og nýir ofnar lagðir.
Umbætur hafa og verið gerðar á kirkju-
garðinum og umhverfi staðarins, skv.
skipulagsteikningu umsjónarmanns kirkju-
garða og arkitekts kirkjunnar. Var garð-
urinn stækkaður og grjótveggur hlaðinn
umhverfis hann á tvær hliðar. Auk þess
smíðað nýtt sáluhlið í samræmi við hið
upphaflega og hellulögð stétt frá því að
kirkjudyrum.
Er nú kirkjan orðin hið fegursta Guðs-
hús.
í sóknamefnd sitja: Vigdís Guðmunds-
dóttir, Læk, formaður, Halldóra Jóhannes-
dóttir, Stúfholti og Ólafur Pálsson, Saurbæ.
Safnaðarfulltrúi er Hólmfríður Hjartar-
dóttir, Ketilsstöðum.
í sókninni búa skv. síðustu íbúaskrá 62
einstaklingar.
í Kirkj ulækj arkoti
Skrifstofur eru einnig í húsinu. Allar bygg-
ingarframkvæmdir eru unnar í sjálfboða-
liðsvinnu.
Öldungaráð kirkjunnar er skipað þeim
Guðna Guðnasyni, Grétari Guðnasyni og
Gylfa Markússyni. Safnaðarhirðir er
Hinrik Þorsteinsson.
í tengslum við kirkjuna er rekinn
Skálinn - safnaðarmiðstöð Hvítasunnu-
hreyfingarinnar á íslandi. Hann var settur á
stofn árið 1979 til að sinna ýmiss konar
móts- og námskeiðahaldi á vegum krist-
inna trúfélaga, bæði innlendra og erlendra.
Fjölmennasta mótið er yfir verslunar-
mannahelgina og koma þangað u.þ.b. 1000
manns.
-196-