Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 200
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
Kvenfélög í Rangárþingi
í Rangárþingi starfa 12 kvenfélög, en
þau eiga öll aðild að Sambandi sunnlenska
kvenna. Þessi félög eru:
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélagið B ergþóra,V. -Landeyj um
Kvenfélagið Eining, Holta- og Land-
sveit.
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Fjallkonan A.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landssveit
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Hér á eftir fara frásagnir um starf þeirra
á árinu 1994.
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Fljótshlíðar starfaði með
hefðbundnum hætti á liðnu ári. Eins og svo
oft áður stóð félagið fyrir hinum ýmsu
menningar- og líknarmálum. Haldnar voru
hinar árlegu samkomur, svo sem 17.
júnískemmtun, jólatrésskemmtun og
Góufagnaður, en á hann er boðið öðrum
kvenfélögum úr nágrannasveitum. Plantað
var einu tré á hverja félagskonu í sumar-
bústaðarreit kvenfélagsins í Butruenni.
Stjórn: Kristín Aradóttir formaður,
Guðbjörg Júlídóttir ritari og Ingveldur
Sveinsdóttir gjaldkeri.
Kvenfélag Oddakirkju
Félagssvæði Kvenfélags Oddakirkju er
Oddasókn.Tilgangur félagsins er að afla
kirkjunni nauðsynlegra muna til fegrunar
og þarfa, og styðja hverja þá starfsemi er
eflir safnaðarvitund og beina má
söfnuðinum til mannúðar og manndóms.
Félagið var stofnað 17. febrúar 1963 á
Hellu. Stofnfélagar voru 27 konur. Fyrsti
formaður þess var Kristín Filippusdóttir á
Ægissíðu. Félagar árið 1994 voru 32.
Helstu verkefni félagsins á árinu 1994
voru þessi:
Bingó var haldið 5. febrúar í tilefni af
ári fjölskyldunnar.
Kaffisala eftir tónleika í Oddakirkju í
tilefni af 70 ára afmæli kirkjunnar. Ágóð-
anum var varið til kaupa á hraðsuðukatli í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Kaffisala á 50 ára afmæli lýðveldisins
18. júní á Hellu.
Kvenfélagið lagði fram skemmtiatriði á
bændahátíð Töðugjalda 1994 með hjálp
Björgúlfs Þorvarðssonar og Þorsteins
Ragnarssonar.
Kaffiveitingar í tilefni 70 ára afmælis
Oddakirkju 23. október 1994.
Heimsókn að Dvalarheimilinu Lundi,
Hellu, með veitingar.
Peningagjafir að fjárhæð kr. 25.000,00.
-198-