Goðasteinn - 01.09.1995, Side 201
ANNALAR
Goðasteinn 1995 Kvenfélög
Sláturgerð á Dvalarheimilinu Lundi
með öðrum kvenfélagskonum úr Hellu-
læknishéraði.
Jólatrésskemmtun ásamt Kvenfélaginu
Unni.
Sala jólakorta fyrir Minningarsjóð
Olafs Bjömssonar.
Aðventusamkoma í Oddakirkju.
Helstu eignir félagsins eru: Borðfáni
með merki félagsins, kertastjaki, borð-
dúkar, kaffistell, blómavasar, plattar með
merki félagsins. Einnig eitthvað af tímarit-
um, t.d. Húsfreyjan.
Stjórn skipa:
Jóhanna Friðriksdóttir, formaður.
Fríður N. Gunnarsdóttir, varaformaður.
Þómý Oddsdóttir, gjaldkeri.
Svanborg Jónsdóttir, ritari.
Margrét Bjarnadóttir, meðstjórnandi.
Anna Helga Kristinsdóttir, varamaður.
Kvenfélagið Bergþóra
Kvenfélagið Bergþóra í Vestur-Land-
eyjum var stofnað árið 1935 og hefur starf-
að síðan. Félagskonur eru nú 23 og
heiðursfélagar 7.
Félagið hefur starfað með líku sniði og
önnur kvenfélög undangengin ár, en það er
að líknar- og menningarmálum.
Aðalskemmtun félagsins er þorrablótið,
sem alltaf er mjög fjölmennt, um það sér
félagið alfarið.
Arlega fara félagskonur í hópferð til
Reykjavíkur í leikhús ásamt mökum. Einn-
ig hefur félagið af og til boðið heim öðrum
kvenfélögum og þá jafnan mörgum í senn.
Farið hefur verið árlega í dagsferðir með
eldra fólkið í sveitinni ásamt nærliggjandi
kvenfélögum.
Bergþórulundur er nafn á myndarlegum
trjáreit sem félagið hefur gróðursett í á
undanförnum árum. Þangað hafa konur
jafnan mætt í hópreið á Jónsmessukvöld.
Réttarkaffi hafa þær framreitt við réttar-
vegginn árlega í nokkur ár.
Spilavistir hafa verið haldnar á dimm-
um vetrarkvöldum í félagi við Freyju í A,-
Landeyjum. Saumafundir eru af og til yfir
vetrarmánuðina.
Félagið stendur fyrir jólatrésskemmtun
fyrir börnin og sér um kaffiveitingar við
ýmis tækifæri. Agóði af rekstri félagsins
fer til líknar- og menningarmála innan
sýslu og utan.
Stjórn félagsins skipa: Hildur Agústs-
dóttir formaður, Ásdís Kristinsdóttir ritari
og Elín Jónsdóttir gjaldkeri.
Hildur Agústsdóttir
Kvenfélagið Eining, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Eining í Holtum var stofn-
að 12. desember 1922. Stofnfélagar voru
11 og var fyrsta stjórn félagsins þannig
skipuð: Formaður Guðlaug Olafsdóttir
Árbæ, féhirðir Valgerður Runólfsdóttir
Syðri-Rauðalæk, ritari Jósabet Guðmunds-
dóttir Pulu. Tilgangur félagsins eins og
annarra kvenfélaga er að starfa að líknar-
og menningarmálum og öðru því er til
gagns má verða. Félagið var eitt af stofn-
félögum Sambands sunnlenskra kvenna.
Árið 1994 var keypt fullkomin tölva og
gefin Laugalandsskóla, auk þess sem fé-
lagið tók þátt í að kaupa tölvu og prentara
-199-