Goðasteinn - 01.09.1995, Page 203
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
því að beita sér fyrir alþýðufræðslu, bæði
bóklegri og verklegri, heilbrigðismálum,
garðyrkju o.fl.
I fundargerðum félagsins má sjá að
félagskonur hafa haldið vel við markmið
sitt og gengist fyrir ótal námskeiðum og
stutt vel við menningarstarf og uppbygg-
ingu í hreppnum, hafa t.d. styrkt barna-
heimilið með kaupum á leiktækjum gegn-
um árin, styrkt elliheimilið, heilsugæslu-
stöðina og unnu mikið sjálfboðastarf við
byggingu félagsheimilisins á sínum tíma.
Hin síðari ár hefur félagið fært út kvíarnar
og styrkt ýmis góðgerðarfélög í samfélag-
inu sem starfa að mannúðarmálum s.s.
Krýsuvíkursamtökin, Vímulausa æsku og
Bamahjálp Þóm Einarsdóttur á Indlandi.
Árið 1994 voru haldin námskeið í fata-
saumi og útprjóni, einnig var kvöldnám-
skeið í nælugerð og sýnikennsla í mat-
reiðslu, fræðsla urn mannleg samskipti og
fræðsla um áfengis og vímuefni fyrir eldri
bekki grunnskólans og fullorðna v/árs fjöl-
skyldunnar.
Sumarferð hefur verið árviss og hátíða-
fundur á aðventu ásamt árshátíð síðari
hluta vetrar. Heimboð hafa verið þegin og
konur hafa farið í heimsókn til annarra
félaga á svæðinu og jafnvel til Reykja-
víkur. Flest hin síðari ár hefur verið farið í
leikhúsferð til Reykjavíkur.
Til fjáröflunar höfum við kökubasar og
vöfflusölu í nóv. ár hvert, kaffisölu á
firmakeppni Hvolhreppsdeildar Geysis,
blómasölu fyrir bóndadaginn og páska-
bingó. Vill félagið þakka hreppsbúum
góðan stuðning á liðnum árum. Allar
tekjur félagsins fara til líknar- og menn-
ingarmála.
Núverandi stjóm félagsins skipa: Bára
Sólmundsdóttir Sólheimum formaður,
Guðný K. Vilhjálmsdóttir Litlagerði 6
ritari og Benedikta Steingrímsdóttir Krók-
túni 12 gjaldkeri.
Meðstjórnendur: Guðrún Árnadóttir
Litlagerði 11 og Hulda Björgvinsdóttir
Öldugerði 19.
Endurskoðendur: Ólafía Guðmunds-
dóttir Norðurgarði 22 og Anna Veiga Sæ-
mundsdóttir Litlagerði 4.
Félagar 1. janúar 1995 voru 57 og 1
heiðursfélagi.
Bára Sólmundsdóttir
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
A. Brot úr 50 ára sögu
Það var í apríl 1944 að nokkrar konur
hittust eftir messu í Ásólfsskálakirkju og
komu þær sér saman um að reyna að
stofna kvenfélag hér í sveitinni. Var Katrín
Vigfúsdóttir Nýjabæ hvatamaður þess að
ákveðinn var stofnfundur að Heimalandi
19. apríl 1944. Á þennan fund mættu 12
konur, þær sömdu lög fyrir félagið og kusu
stjóm þess.
Formaður: Katrín Vigfúsdóttir.
Ritari: Þórunn Guðjónsdóttir.
Gjaldkeri: Margrét Auðunsdóttir.
Til vara: Sigríður H. Einarsdóttir, Unn-
ur Auðunsdóttir og Kristín Guðmunds-
dóttir.
Tilgangur félagsins er að efla samúð og
samvinnu meðal kvenna. Verksvið félags-
ins er að gleðja og styrkja fátæka eftir því
sem efni leyfa og styðja hvers konar þjóð-
þrifamál, fyrst og fremst innan þessarar
sveitar, þó skal líknarstarfsemi höfð í fyrir-
rúmi.
Fljótlega fjölgaði konum í félaginu og á
félagatali fyrir árin 1946-1947 voru kon-
-201-