Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 205
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
mjög léleg þegar halda átti til dæmis
hjónaböll sem félagið hélt um árabil, fyrstu
helgi í janúar, en því var hætt vegna þess
að það þótti óheppilegur tími, því þá kom
undirbúningurinn á hátíðarnar jól og
áramót.
Nú eru haldnar árshátíðir annað hvert ár
og þá boðið heim einu eða tveimur kven-
félögum og höfum við líka þegið heimboð
frá þeim.
Einnig lagði félagið í að kaupa spuna-
vél, vefstól og prjónavél til afnota fyrir
félagskonurnar.
Þegar saumanámskeiðin byrjuðu var
erfitt um húsnæði, þá buðust tvær konur til
þess að taka þau á sín heimili, að austan-
verðu Eyjólfína í Moldnúpi og Guðrún í
Stóru-Mörk að vestan.
Félagið beitti sér fyrir að panta kál og
blómaplöntur fyrir konumar á hverju vori.
Félagið styrkti kirkjurnar með fjárfram-
lögum. Meðal annars voru keyptir ferm-
ingarkirtlar í báðar kirkjurnar árið 1955.
Fyrir nokkrum árum voru þeir endurnýj-
aðir.
Félagið studdi byggingu Sjúkrahúss
Suðurlands á Selfossi eftir getu, einnig
hafa verið seld kort til ágóða fyrir það fyrir
hver jól.
Á fyrstu árum félagsins voru flest árin
styrktir einstaklingar í heimasveit, sem áttu
við veikindi og erfiðleika að stríða.
Þar að auki hefur félagið styrkt Dvalar-
heimilið Kirkjuhvol, heimili fatlaðra á
Selfossi og Sólheima í Grímsnesi.
Þegar gaus í Yestmannaeyjum gaf fé-
lagið umtalsverða upphæð til styrktar þeim
sem áttu í erfiðleikum af þeim sökum.
Einnig hefur barnaskóli og leikskóli
verið styrktir eftir getu félagsins.
Nokkrum sinnum hafa félagskonur
farið til Reykjavíkur, selt brodd, flatkökur
o.fl. í Kolaporti og víðar.
Árið 1967 komu boð til félagsins um að
konur í sveitinni ættu kost á að fara í
krabbameinsskoðun til Reykjavíkur. Yar þá
tekin ákvörðun um það, fengin rúta og
síðan var því haldið áfram annað hvert ár,
þar til þessi þjónusta fluttist í Hvolsvöll.
Þá er að geta um eitt stærsta verkefni
sem félagið tók þátt í, en það var bygging
félagsheimilis fyrir sveitina. Fyrstu afskipti
félagsins af því máli voru að samþykkja og
senda til oddvita áskoranir um að flýta
undirbúningi og framkvæmdum í því máli.
Þegar farið var að vinna að því kaus fé-
lagið nefnd sem átti að vera málsvari
félagsins. í þessa nefnd voru kosnar Guð-
rún Ingólfsdóttir Fomu-Söndum, Anna M.
Tómasdóttir Efstu-Grund og Bára Guð-
mundsdóttir Mið-Grund. Undirbúningur að
byggingunni hófst árið 1976 með því að
farið var og skoðuð félagsheimili, látið
teikna og fleira. Þeir sem voru aðilar að
byggingunni gerðu með sér samvinnu-
samning. Þar var ákveðinn hlutur hvers
fyrir sig:
Hreppurinn 91%,
U.m.f. Trausti 6%,
K.v.f. Eygló 3%.
Það var stjórn kvenfélagsins Eyglóar
sem gerði þennan samning fyrir hönd
félagsins en í henni voru: Rósa Aðalsteins-
dóttir formaður, Anna M. Tómasdóttir
ritari og Guðrún Ingólfsdóttir gjaldkeri.
Það var svo árið 1977 sem bygginga-
framkvæmdir hófust og þá ákváðu kon-
urnar að þær vildu vinna og gera meira en
hvetja aðra til átaka, þær unnu hvað sem til
féll, hreinsuðu timbur og flokkuðu, þrifu
gólfin, sópuðu sand og steypu. Að síðustu
máluðu þær allt húsið að utan. Konurnar
unnu sjálfboðavinnu fyrir sitt félag, þannig
að félagið fékk launin fyrir þeirra vinnu,
sem framlag upp í þess hlut. En fleira
þurfti til, það þurfti meiri peninga til að
borga hlut félagsins og til þess að afla
þeirra unnu konurnar mikið, þær héldu
basara, þar sem seldar voru vörur sem
konurnar unnu, saumuðu, prjónuðu,
hekluðu og bökuðu, einnig seldu þær
veitingar við ýmis tækifæri.
-203-